Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 38

Réttur - 01.08.1953, Page 38
174 RÉTTUR KOLBEINN: Sveitir forráð eiga enn og óðul kjöru. KÖLSKI: Kauptúnin af hverri þvöru kaupast upp, með lýð og vöru. KOLBEINN: Landsins vamarvættir enn þá vaða á sjóinn. KÖLSKI: Þegar einhver útlands króinn ykkar rakar Ieiði gróin. KOLBEINN: Hönd og vilji hefjast skal í hverjum ranni. KÖLSKI: Lúta einum æðsta sanni, óbeit sinni og dyni á manni. KOLBEINN: Æska á heima í hverjum bæ, og hún vex yfir. KÖLSKI: Þú, með öðrum, áður skrifir undir veð, í því sem lifir! KOLBEINN: Vissi ég þú ert sá, er sjaldnast satt orð talar! KÖLSKI: Þeim, er svona sjálfsdáð galar, sannleikurinn er til kvalar. RÍMA Hver úrbótin Kolbeins hlaut álagasvar — sem útrunnin nótt fyrir honum. Hann sá nú, hvar flærðin í fyrstu var og falin í samningonum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.