Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 42

Réttur - 01.08.1953, Page 42
Forusta verkalýðsins í baráttu fólksins gegn einokunarauðvaldinu Ræða flutt á þingi Alþjóðasambands verklýðsfélaganna í Vín. eftir DE VITTORIO, forseta AlþjóÖasambands verklýÖsfélaganna ALÞJÖÐASAMBAND VERKALÝÐSFÉLAGANNA, W.F.T.U., er tvímælalaust voldugasta baráttutækið sem verkalýðurinn nokkurntíma hefur eignast, ekki eingöngu vegna þess mikla fjölda verkalýðs hvarvetna úr heimin- um, sem skipað hefir sér undir merki þess, yfir áttatíu milljónir, heldur engu síður vegna hinna ókvikulu stefnu þess og starfshátta. Alþjóðasambandið hélt þriðja þing sitt í Vínarborg, dagana 10—21. okt. s 1. Til þessa þings var boðað með þeim óvenjulega hætti að öllum verkalýðssamtökum var heimilt að senda þangað fulltrúa, án tillits til þess hvort þau voru skipulagslega tengd Alþjóðasambandinu eða ekki. Þingið sátu nær níu hundruð fulltrúar, þar af 323 frá samtökum utan Alþjóðasambandsins. Þessi mikla þátttaka frá samtökum utan sambandsins, er ljós vottur þess álits er það nýtur meðal verkalýðsins. Höfuðprestur afturhaldsins, Bandaríkin, hindruðu þátttöku verkalýðs- ins þar í landi, í þinginu með því að neita fulltrúunum um vegabréf. Þingið gerði margar mjög þýðingarmiklar ályktanir í hagsmunamálum verkalýðsins, og voru þær allar gerðar einróma. Ræðu þá er hér fer á eftir, ílutti forseti sambands- ins, DI VITTORIO, sem jafnframt er forseti ítalska verka- lýðssambandsins, CGIL, sem framsöguræðu um annan dagskrárlið þingsins, Starf verkalýðsfélaganna.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.