Réttur - 01.08.1953, Side 45
RÉTTUR
181
lega, t. d. 50 millj. í Indlandi, 15 millj. í Indónesíu og milljónir
í löndum Suður-Ameríku, einnig sýna þær ískyggilegan samdrátt
í atvinnulífi auðvaldslandanna sem hafa háþróað efnahagslíf.
Samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna hélzt atvinnulegt
jafnvægi í 6 auðvaldslöndum 1951 og 1952, í Kanada, Frakklandi,
Ítalíu, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Á sama tíma var um
afturför að ræða í 4 löndum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og
Bretlandi. í Bretlandi var um afturför að ræða líka miðað við 1950.
Til að gera okkur fulla grein fyrir hversu alvarlegt mál hér er
um að ræða, verðum við að hafa í huga fólksfjölgun þessara landa,
æskufólkið sem milljónum saman kemur á vinnumarkaðinn í
leit að framtíðarmöguleikum. En æskan kemur að öllum dyrum
lokuðum, hvert sæti er skipað. Henni er ekki aðeins meinað að
velja sér atvinnu við sitt hæfi, í samræmi við þá undirbúnings-
menntun er hún hefur aflað sér, heldur er henni í mjög mörgum
tilfellum algerlega varnað að vinna sér brauðs.
Þessu æskufólki er hafnað um leið og það er tilbúið að hefja
lífsstarf sitt og það skilið eftir án allra möguleika til að lifa mann-
sæmandi lífi. Atvinnuleysi æskulýðsins með öllum sínum hætt-
um fyrir þroska komandi kynslóðar er ein af hættulegustu þjóð-
félagsmeinsemdunum, er hringavaldið leiðir yfir þjóðirnar.
Verkalýðsfélögin verða að láta baráttu verkalýðsæskunnar til
sín taka og styrkja hana í baráttunni fyrir rétti sínum til vinnu
og brauðs.
Þrátt fyrir ófulllcomnar atvinnuleysisskýrslur er vöxtur skráðra
atvinnuleysingja ískyggilegur. í Danmörku var tala skráðra at-
vinnuleysingja, 1950, 8,7% vinnufæra manna, í dag er hún 12.5%.
Á sama tíma hefur hún vaxið á Ítalíu úr 14 í 16%, í Belgíu úr
6,8 í 6,9%.
Vitanlega notfæra atvinnurekendur sér atvinnuleysið til að
halda verkalýðnum í stöðugum ótta við atvinnumissi, og láta
hann þess vegna sætta sig við hverskonar kjaraskerðingu, og
síaukinn vinnuhraða er ógnar heilsu hans. Þrátt fyrir þetta hefur
áróðursvél Bandaríkjanna tekið upp harða baráttu í öilum
auðvaldslöndum Evrópu fyrir auknum afköstum.
Verkalýðsstéttin, sem er framsæknasta stétt vorra tíma, er
yfirleitt fylgjandi auknum afköstum sem einum þætti almennra
framfara. En afkastaaukningin verður að byggjast á aukinni tækni
og bættum vinnuaðferðum. Þá á verkamaðurinn að njóta ávaxt-
anna af framleiðsluaukningunni í hærri launum og neytandinn
í lækkuðu vöruverði.
En þegar framleiðsluaukningin er fengin með amerísku að-