Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 49

Réttur - 01.08.1953, Page 49
RÉTTUR 185 Með þessum undirbúningi varð þeim auðveldara að sveigja rík- isstjórnir auðvaldslanda Evrópu til hlýðni við yfirdrottnunarstefnu sína og láta þær leggja æ stærri skerf af ríkistekjum sínum til styrjaldarþarfa og styrkja þannig árásarfyrirætlanir sínar. Saga Colombóáætlunarinnar, sem í upphafi var brezk, en í framkvæmd er tæki amerísku yfirdrottnunarstefnunnar, er hin sama og Marshallstefnunnar. Colomboáætlunin er í grundvallaratriðum byggð á áætlunum einstakra ríkisstjórna í nýlendum og hálfnýlendum suðaustur Asíu. Þessar áætlanir eru samdar eftir leiðbeiningum Banda- ríkjastjórnar. Þessar áætlanir hafa aðeins einn tilgang, að viðhalda forrétt- indum lénsskipulagsins í landbúnaðinum, að stöðva framsækni Asíuþjóðanna og viðhalda því ómannúðlegasta arðráni sem enn viðgengst. Jafnhliða að styðja að auknum áhrifum Bandaríkjanna í þessum löndum. Þessar áætlanir beina fjárfestingunni nær eingöngu í landbún- aðinn og samgöngurnar og taka í öllu fyllsta tillit til hagsmuna hinna erlendu auðhringa sem rányrkja hráefnalindir þessara landa. Fjárfestingin í samgöngunum miðast við það eitt að auðvelda hringunum flutning hráefnanna til útflutningshafnanna, en ganga algerlega framhjá þörfum landsmanna sjálfra fyrir bættar sam- göngur. Iðnvæðing þessara landa, sem er undirstaða að viðreisn nýlendnanna, er algerlega vanrækt. Fimmáraáætlun fyrir Indland gerir aðeins ráð fyrir að 10% af fjárfestingunni fari í iðnaðinn. í Ceylon-áætluninni eru það aðeins 6%, er fara í iðnaðinn og í brezku löndunum, Borneo, Sara- wak, Malajalöndunum og Singapore er hlutur iðnaðarins aðeins 0,2%. Hin viðvarandi fátækt alþýðunnar í nýlendunum og hálfný- lendum Asíu er dómur reynslunnar yfir þessum áætlunum. Sama verður uppi á teningnum með aðrar viðreisnaráætlanir er Bandaríkjastjórn hefur, í einu eða öðru formi átt hlut að í löndum Suður-Ameríku og Afríku. Þessar svokölluðu „viðreisnaráætlanir" hafa alstaðar miðað að því að auka áhrif hringavaldsins. Kol- og stálsamsteypan í Mars- halllöndum Evrópu ásamt hernaðarbandalögum þessara landa, eru tæki er miða að auknum yfirráðum amerísku auðhringanna yfir efnahagslífi þessara landa. Bein fjárfesting amerísku auðhring- anna hefur meir en tvöfaldazt síðan 1929. Þá var hún 7700 millj. dollara en 1952 var hún orðin meir en hálft fimmtánda þúsund milljónir dollara. Frá lokum heimsstyrjaldarinnar hefur þessi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.