Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 50

Réttur - 01.08.1953, Page 50
186 RÉTTUR fjárfesting vaxið um 70%. Útflutningur nýs fjármagns frá Banda- ríkjunum fer ört vaxandi, úr 183 millj. dollara 1946, í 603 millj. dollara 1951. Og afleiðingin er taumlaust arðrán. Samkvæmt skýrslum Sam- einuðu þjóðanna óx fjárfesting Bandaríkjanna í Suður-Ameríku á árunum 1945—1952, í 1313 millj. dollara. Á þessum sömu árum urðu lönd Suður-Ameríku að greiða erlendum innstæðueigendum, í vexti og ágóðahluta, fimm sinnum hærri upphæð, eða nærri 6 þús. millj. dollara. Þetta takmarkalausa arðrán á þessum fátæku þjóðum er skýr- ingin á þeim sívaxandi straumi amerísks fjármagns til Indlands, annarra Asíulanda og Afríku. Allar þjóðir auðvaldsheimsins verða fyrir barðinu á arðráns- og yfirdrottnunarstefnu hringa- valdsins. Þessarar óheillaþróunar gætir ekki aðeins í nýlendunum og lönd- um sem skammt eru á veg komin, heldur líka í háþróuðum auð- valdslöndum. Fjárfesting til almennra framkvæmda stendur í stað eða fer minnkandi. Samkvæmt opinberum skýrslum kemur það í ljós að i öllum Marshallöndum Evrópu hefur hlutur einkafjármagnsins í öllum framkvæmdum minnkað úr 16.9% 1950, í 15,9% 1952, en hlutur ríkjanna, sem aðallega hefur gengið til hernaðarþarfa, vaxið úr 14,6% í 20%. Þetta efnahagsástand skerpir mótsetningar auðvaldsþjóðfélags- ins, einkum veldur það misræmi milli iðnaðar og landbúnaðar- framleiðslunnar. Hið háa verðlag er einokunaraúðvaldið heimtar veldur sam- drætti í landbúnaðarframleiðslunni, þvi kaupgeta almennings minnkar og markaðurinn þrengist. Þá eykur það enn örðugleika landbúnaðarins að rekstrarvörur til hans hafa hækkað miklu meir en afurðirnar. í Ítalíu t. d. hafa rekstrarvörurnar hækkað 62 sinnum síðan 1938, en afurðirnar hækkað aðeins 57 sinnum á sama tíma. í Frakklandi frá 1930, er hækkun rekstrarvaranna 22 föld en afurðahækkunin aðeins 15 föld. í Vestur-Evrópu hefur fólkinu fjölgað um 13% síðan 1938, en framleiðsla landbúnaðarvara staðið í stað. Neyzla einstaklinga á brauði, sykri, kjöti og eggjum hefur minnkað verulega. í löndum sem skammt eru á veg komin hefur framleiðsla land- búnaðarvara minnkað. Frá 1950 hefur, í Indlandi, framleiðsla hveitis minnkað um 8%, hrísgrjóna um 9% og bómullar um 6.5%. Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna bendir á það 1 síð- ustu skýrslu sinni, að í löndum Asíu, sem eru undir auðvalds-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.