Réttur


Réttur - 01.08.1953, Síða 50

Réttur - 01.08.1953, Síða 50
186 RÉTTUR fjárfesting vaxið um 70%. Útflutningur nýs fjármagns frá Banda- ríkjunum fer ört vaxandi, úr 183 millj. dollara 1946, í 603 millj. dollara 1951. Og afleiðingin er taumlaust arðrán. Samkvæmt skýrslum Sam- einuðu þjóðanna óx fjárfesting Bandaríkjanna í Suður-Ameríku á árunum 1945—1952, í 1313 millj. dollara. Á þessum sömu árum urðu lönd Suður-Ameríku að greiða erlendum innstæðueigendum, í vexti og ágóðahluta, fimm sinnum hærri upphæð, eða nærri 6 þús. millj. dollara. Þetta takmarkalausa arðrán á þessum fátæku þjóðum er skýr- ingin á þeim sívaxandi straumi amerísks fjármagns til Indlands, annarra Asíulanda og Afríku. Allar þjóðir auðvaldsheimsins verða fyrir barðinu á arðráns- og yfirdrottnunarstefnu hringa- valdsins. Þessarar óheillaþróunar gætir ekki aðeins í nýlendunum og lönd- um sem skammt eru á veg komin, heldur líka í háþróuðum auð- valdslöndum. Fjárfesting til almennra framkvæmda stendur í stað eða fer minnkandi. Samkvæmt opinberum skýrslum kemur það í ljós að i öllum Marshallöndum Evrópu hefur hlutur einkafjármagnsins í öllum framkvæmdum minnkað úr 16.9% 1950, í 15,9% 1952, en hlutur ríkjanna, sem aðallega hefur gengið til hernaðarþarfa, vaxið úr 14,6% í 20%. Þetta efnahagsástand skerpir mótsetningar auðvaldsþjóðfélags- ins, einkum veldur það misræmi milli iðnaðar og landbúnaðar- framleiðslunnar. Hið háa verðlag er einokunaraúðvaldið heimtar veldur sam- drætti í landbúnaðarframleiðslunni, þvi kaupgeta almennings minnkar og markaðurinn þrengist. Þá eykur það enn örðugleika landbúnaðarins að rekstrarvörur til hans hafa hækkað miklu meir en afurðirnar. í Ítalíu t. d. hafa rekstrarvörurnar hækkað 62 sinnum síðan 1938, en afurðirnar hækkað aðeins 57 sinnum á sama tíma. í Frakklandi frá 1930, er hækkun rekstrarvaranna 22 föld en afurðahækkunin aðeins 15 föld. í Vestur-Evrópu hefur fólkinu fjölgað um 13% síðan 1938, en framleiðsla landbúnaðarvara staðið í stað. Neyzla einstaklinga á brauði, sykri, kjöti og eggjum hefur minnkað verulega. í löndum sem skammt eru á veg komin hefur framleiðsla land- búnaðarvara minnkað. Frá 1950 hefur, í Indlandi, framleiðsla hveitis minnkað um 8%, hrísgrjóna um 9% og bómullar um 6.5%. Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna bendir á það 1 síð- ustu skýrslu sinni, að í löndum Asíu, sem eru undir auðvalds-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.