Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 52

Réttur - 01.08.1953, Side 52
188 RÉTTUR hefur síður en svo verið útrýmt, heldur fer hún vaxandi. Þrátt fyrir það þó börn og konur séu iðulega knúin til að vinna sömu störf og fullorðnir karlmenn, skammta heimsvaldasinnarnir og leppar þeirra þeim sultarlaun, í sumum tilfellum undir 70% af launum landbúnaðarverkamanna. Einnig í þeim löndum sem lengra eru á veg komin atvinnulega, er arðránið aukið með síauknum vinnuhraða, og með vaxandi ákvæðisvinnu. Vöxtur ákvæðisvinnunnar í hlutfalli við fastlaunaða vinnu hef- ur vaxið á árunum 1930—1950, í Frakklandi, úr 45% í 70%, í Bretlandi úr 34% í 38%, í Bandaríkjunum úr 30% í 60—70%, í Svíþjóð úr 48 í 58% í Noregi úr 39 í 57% og í Finnlandi úr 35 í 58%. Hundruð dæma mætti nefna um vaxandi arðrán verkalýðsins á öllum sviðum atvinnulfsins. Sérstaklega áberandi dæmi er námuiðnaðurinn, þar sem framleiðslan yfirleitt hefur aukizt en verkamönnum farið fækkandi. Á árunum-frá 1949 til þessa dags hefur framleiðslan aukizt, í Frakklandi um 85%, í Ítalíu um 75%, í Japan um 16%, í Belgíu um 34%, í Saar um 38%. í Bretlandi hafa afköst verkamanns sem vinnur neðanjarðar aukizt um 20% og í Vestur-Þýzkalandi um 10%. Áhrifin af vaxandi drottnun hringavaldsins yfir efnahagslífi auðvaldslandanna hafa í för með sér síversnandi lífskjör, ekki aðeins fyrir verkalýðinn heldur einnig bændur, smákaupmenn og handiðnaðarmenn, og aðrar millistéttir. Milljónir bænda flosna upp og hrekjast frá jörðum sínum. Aðrir sökkva æ dýpra í skuldafenið. Samkvæmt yfirliti um land- búnað Bandaríkjanna 1952, útgefnu af „Federal Reserve“, voru skuldir bænda það ár, 80% hærri en í jan. 1946. í nýlendunum er ástandið þó enn verra. Okurvextirnir af lánum til smábænda komast þar allt upp í 100—160% og skattabyrðarnar eru óþolandi. Þegar bændurnir ekki fá lengur risið undir byrð- unum eru þeir reknir frá jörðum sínum með valdi. Þannig voru 3000 bændafjölskóyldur fluttar nauðugar af landi sínu í Tangan- ika árið 1952. í Kenya eru bændurnir flæmdir af jörðum sínum með her- valdi og þorp þeirra brennd. Hér hefur verið sýnt fram á, hvernig auðvaldið mergsýgur allan auðvaldsheiminn með þrælatökum sínum á efnahagslífi þjóðanna, jafnt allar millistéttirnar sem verkalýðinn. Þessar stéttir verða því að ganga til liðs við verkalýðshreyfinguna í baráttu hennar gegn arðráni auðvaldsins, fyrir bættum lífskjörum allrar alþýðu. í þeirri baráttu mun Alþjóðasambandið verða í fylkingarbrjósti.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.