Réttur - 01.08.1953, Qupperneq 55
RÉTTUR
191
og við sjáum í framkvæmd Schumanáætlunarinnar, og leggur
allskonar hömlur á viðskipti þjóða í milli.
Ég hef áður sýnt fram á, hvernig amerísku heimsvaldasinnarnir
þvinga þær þjóðir, er þeir hafa tök á, sem þeir veita „aðstoð“
til að flytja inn allskonar vörur frá Bandaríkjunum alveg án
tillits til, hversu nauðsynlegar þær eru, og jafnvel þó innflutning-
ur þeirra sé beinlínis skaðlegur fyrir þjóðarbúskap þeirra og verði
til þess að rýra lifskjör þjóðarinnar.
Það leiðir því af sjálfu sér að einnig í þessum löndum hefur
baráttan fyrir raunverulegu sjálfstæði höfuðþýðingu í kjaramál-
unum, auk þess sem hún snertir dýpstu tilfinningar fólksins.
Hvar sem ameríska heimsvaldastefnan hefur náð tökum á
efnahagslífi einhverrar þjóðar er það höfuðmark hennar að pína út
sem mestan gróða, alveg án minnsta tillits til hlutaðeigandi
þjóðar eða einstakra stétta. Undir þessum kringumstæðum standa
því allar hagsmunakröfur verkalýðsins, bænda, iðnaðarmanna og
annarra í beinu sambandi við baráttuna fyrir þjóðlegu sjálfstæði.
Þetta skapar verkalýðnum möguleika á mjög víðtækri samvinnu
við aðrar þjóðfélagsstéttir. Það eykur enn á þessa möguleika að
sjálfstæðisbaráttan er snar þáttur í baráttunni fyrir friði. Þjóðir
nýlendnanna eða annarra auðvaldsríkja,, hafa enga löngun til að
láta fórna sér á altari amerísku heimsvaldastefnunnar. Bezta vörn-
in gegn þeirri hættu er fullkomið sjálfstæði.
Brauð, vinna, frelsi, þjóðlegt sjálfstæði og friður er grundvöllur
þeirrar sameiningar þjóðfélagsstéttanna sem við keppum að.
Að okkar áliti eru það verkalýðssamtökin sem verða að hafa
forystuna í sköpun þessarar breiðu samfylkingar, og berjast í
fylkingarbrjósti fyrir hagsmunamálum verkalýðsins og allrar
alþýðu.
í dag er svo komið málum að voldug auðvaldsríki, sem sjálf
eru nýlendukúgarar, verða að lúta efnahagslegu og pólitísku
valdi enn sterkari auðvaldsríkis. Við fljótlega athugun gætum
við komizt að þeirri röngu niðurstöðu, að sjálfstæðisbarátta þjóð
anna færi hnignandi, í stað þess að hún er í sókn.
Athugun leiðir í ljós að í öllum heimsálfum sækir alþýðan frarn
til frelsis og þjóðlegs sjálfstæðis. Undirgefni annarra auðvalds-
ríkja undir ok amerísku heimsvaldastefnunnar er hnignunarmerki
auðvaldsins sem ekki skirrist við að fórna þjóðlegu sjálfstæði til
að halda forréttindum yfirráðastéttanna. Auðvaldsherrarnir fórna
sjálfstæði heimalandanna til að geta áfram mergsogið nýlendurnar.
Glöggt dæmi þessa er Frakkland sem betlar sér út hjálp Banda-
ríkjanna til að heyja ránsstyrjöld sína í Viet-Nam, til að viðhalda