Réttur


Réttur - 01.08.1953, Síða 63

Réttur - 01.08.1953, Síða 63
RÉTTUR 199 Með áætlun sinni hefur ítalski verkalýðurinn sýnt að hann hefur ekki neikvæða afstöðu til vandamála þjóðfélagsins, að hann lætur sér ekki nægja og vill ekki bíða með jákvæða lausn þar til eftir að róttækar þjóðfélagsbreytingar hafa átt sér stað, heldur leggur nú fram tillögur sem leysa mundu að verulegu leyti höfuðvandamál fólksins og létta því lífsbaráttuna. Með því að áætlunin snertir ekki eingöngu hagsmuni verka- lýðsins heldur líka millistéttanna, sannar verkalýðurinn að hann berst ekki eingöngu fyrir sínum hagsmunum, heldur jafnhliða fyrir velmegun alls þorra þjóðarinnar. Verkalýðurinn tekur þannig forystuna og sýnir með því að hann er sú stétt sem fær er um að leiða þjóðfélagið á braut framfara og menningar. Ég vil undirstrika það að viðreisnaráætlun okkar nær ekki eingöngu til efnahagslegrar endurreisnar landsins, heldur er hún jafnframt grundvöllur og túlkun pólitískrar og efnahags- legrar stefnu, sem á við á öllum sviðum þó ekki séu fram tekin í áætluninni, eins og sannast hefur í framkvæmdinni. Þegar áætlunin var lögð fram gætti nokkurra efasemda hjá ýmsum félögum, um að hún myndi draga úr hinni daglegu hags- munabaráttu. Þessar efasemdir hurfu þó fljótlega því megin- tilgangur hennar er að bæta afkomuna. Hin miklu verkföll í Ítalíu, sem munu halda áfram í framtíðinni, voru háð til að bæta launakjörin. Hækkun launanna er nauðsynleg til að örfa viðskiptin. Þessi röksemd hefur sýnt sig að vera sannfærandi gagnvart fjölda verzlunarmanna, bænda og iðnaðarmanna. Hér er eitt dæmi um það. Samband smákaupmanna lýsti sig sammála okkur, í málgagni sínu, um baráttuna fyrir hærri launum, sem lausn á verzlunar- kreppunni. Við svöruðum þeim aftur og báðum þá aðstoðar í launabaráttunni. Þeirri beiðni svöruðu þeir játandi, en spurðu okkur hvað biði þeirra eftir verkalýðsbyltinguna? Ég svaraði þeim, að eins og nú stæðu sakir, legðum við allt kapp á að bæta afkomu þeirra er lifðu á vinnu sinni, en síðar myndum við sjá til, en ég bætti því við að fyrst við ættum sam- leið í dag sæi ég enga ástæðu til að leiðir þyrftu að skiljast á morgun, því tilgangur okkar ætti að verá hinn sami, velmegun þjóðarinnar. Þetta dæmi sýnir hve mikilli samúð stefna okkar að efnahags- legri endurreisn á að mæta, jafnvel krafan um hærri laun. Ég vil leggja áherzlu á að CGIL hefur náð mjög góðum árangri, ekki eingöngu vegna þess að hin jákvæða stefna þess er rétt, heldur fyrst og fremst vegna þess að tekizt hefur að skapa um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.