Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 65
RÉTTUR
201
fylktu sér við hlið verkalýðsfélaganna, nefndir voru kosnar í
öllum þorpum og bæjum, með þátttöku úr öllum stéttum.
Verkalýðsfélög klofningsmannanna vildu í fyrstu engan þátt
í þessu eiga, en voru síðar neydd til þátttöku. Baráttan varð ein-
ingarbarátta á því stigi að jafnvel prestarnir og bæjarfulltrúar
Kristilegra demokrata tóku þátt í baróttunefndunum.
Rafmagnshringurinn krafðist verðhækkunar á rafmagni ef hann
réðist í byggingu nýrra orkuvera og setti það sem skilyrði fyrir
því að hefjast handa um bygginguna. Ríkisstjórnin taldi þessa
kröfu „sanngjarna“ og vildi verða við henni en verkalýðssam-
bandið sagði nei og hóf baráttu um allt landið fyrir þjóðnýtingu
raforkunnar.
Hringurinn varð að láta í minni pokann. Bygging rafstöðvanna
er hafin, og rafmagnsverðið var ekki hækkað. Nú vinna um þrjú
þúsund verkamenn að byggingunni, sem áætlað er að kosti 13
þúsund milljónir líra.
Þetta var glæsilegur sigur CGIL og fólksins í baráttu þess gegn
hringavaldinu.
Eitt dæmi ennþá :
Montecatini áburðarhringurinn rakaði saman gróða á fram-
leiðslu sinni, en notaði ekki nema 70% af framleiðslugetunni. Hið
háa verðlag skapaði mikla óánægju meðal bændanna.
Landsfélög efnaiðnaðarverkamanna og landbúnaðarverkamanna
tóku málið til athugunar og komust að þeirri niðurstöðu að með
því að takmarka gróða hringsins og nota framleiðslugetu hans
til hins ýtrasta mætti gera hvorttveggja að bæta hundruðum
verkamanna í framleiðsluna og lækka verðið á áburðinum um
15% til hagsbóta fyrir bændurna.
Verkalýðssambandið lagði kröfur sínar fyrir hringinn sem í
fyrstu neitaði algjörlega að hlusta á þær, en meðal bændanna
vöktu kröfurnar almennan fögnuð.
Eftir að verkamennirnir höfðu háð nokkur keðjuverkföll fóru
svo leikar að hringurinn lækkaði verðið um 12%, bætti við 300
verkamönnum og jók íramleiðsluna til hagsbóta fyrir landbún-
aðinn. Þessar aðgerðir styrktu mjög samvinnu bænda og verka-
manna.
Eitt af því er við höfum lagt megináherzlu á er að hindra upp-
sagnir og koma í veg fyrir lokun verksmiðja. Vegna þeirrar kreppu,
er ríkti í málmiðnaðinum, og tilrauna atvinnurekenda og ríkis-
stjórnar að draga þar enn frekar saman seglin, tóku hlutaðeigandi
verkalýðsfélög í samráði við CGIL málmiðnaðinn til rækilegrar
athugunar.