Réttur - 01.08.1953, Síða 67
RÉTTUR
203
Félag leiguliða (leiguliðar er taka hluta af uppskerunni sem
laun) berst fyrir aukinni vélnýtingu til að létta þeim starfið og
bæta launin með aukinni uppskeru. í Livorno héraðinu hafa
leiguliðarnir þvingað landeigendurna til að kaupa yfir átta hundr-
uð landbúnaðarvélar, setja upp 89 sjálfvirk áveitukerfi og byggja
85 km. langa vegi frá ræktunarsvæðunum til borgarinnar.
Við berjumst jafnhliða fyrir aukningu friðsamlegrar framleiðslu
í verksmiðjunum og framförum í sveitunum.
Lokaorð
Félagar, ég vona að þau dæmi, sem ég hef nefnt, tali nægilega
skýru máli. Við vildum miðla félögum okkar í öllum öðrum
löndum af hinni dýrmætu reynslu okkar. Þetta þýðir ekki það
að í engu sé áfátt hjá okkur í Ítalíu. Nei, við höfum gert mistök,
það hefur borið á misskilningi og barátta okkar fyrir viðreisnar-
áætluninni hefur ekki verið nægilega samfelld. En við erum
staðráðnir í að leiðrétta þessi mistök.
En vegna stefnu okkar og þeirrar baráttu er við höfum háð á
grundvelli hennar, hefur okkur tekizt að ná þýðingarmiklum
ávinningum.
Þau dæmi, er ég hef tekið, sýna að okkur hefur tekizt, að vissu
marki, að hindra áform einokunarauðvaldsins, höfum þvingað
það til að verja mörgum þúsundum milljóna líra til friðsamlegra
þjóðnytjaverka, peningum er það hefði tvímælalaust kosið að
verja til hervæðingar.
Við höfum þvingað ríkisstjórnina til að stórauka framlög sín
til friðsamlegra framkvæmda, þrátt fyrir hernaðarstefnu hennar
og undirlægjuhátt gagnvart amerísku heimsvaldastefnunni.
Við höfum afhjúpað, betur en áður, blóðsugueðli einokunar-
valdsins og andstæðurnar milli hinnar neikvæðu stefnu þess,
stefnu stöðnunar, styrjaldar, afturhalds og fátæktar og þarfa
verkalýðsins, framfara og friðar.
Við höfum sannað þjóðinni að til er jákvæð lausn á vanda-
málum hennar, og að CGIL er þess megnugt, með aðstoð fólksins,
að knýja hana fram. Við höfum glætt trú verkalýðsins og alþýð-
unnar á mátt sinn og sigurmöguleika. Við höfum aukið tiltrú
fólksins til verkalýðssambandsins og aflað því bandamanna í
öllum stéttum.
Enginn ítali efast um það að hinn glæsilegi kosningasigur verka-
lýðsflokkanna var að verulegu leyti vinsældum CGIL að þakka,