Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 71

Réttur - 01.08.1953, Side 71
Svarið við vetnissprengjuimi eftir J. D. BERNAL, prófessor og Nóbelsverðlaunahafa. Það þurfti heila vetnissprengju til að sundra því tjaldi rangfærslna og þvingaðrar þagnar, sem skyggt hefur á framfarir í vísindum og tækni Sovétríkjanna.' í ræðu á þingi American Legion í Indianapolis 12. október 1953 gerði hr. Sterling Cole, fulltrúadeildarþingmaður og for- maður sameinuðu kjarnorkumálanefndarinnar, að umtals- efni sínu sprengingu vetnissprengju í Sovétríkjunum að- eins níu mánuðum eftir fyrstu tilraun Bandaríkjamanna við Eniwetok. Var honum mjög órótt vegna þessa vitnis- burðar um rússneskar framfarir og taldi óráð, að gera lítið úr þeim: ,,Við skulum því hreinlega viðurkenna þessa staðreynd: við virðumst ennþá vanmeta Sovétríkin — alveg eins og við 1949 stóðum undrun lostnir yfir fyrstu kjarnorkusprengu Stalíns-----við myndum samt aðeins blekkja sjálfa okk- ur, ef við drægjum þær ályktanir, að Sovétríkin hefðu kom- ist svona langt eingöngu eða jafnvel fyrst og fremst vegna uppljóstrana svikara. Kjarnorkuáætlanir þær, sem sovét- stjórnin hafði á prjónunum voru stórkostlegt fyrirtæki. Kremlstjórnin hefur boðið út starfskröftum og hæfileikum færustu vísindamanna, vélfræðinga og skipuleggjenda Sov- étríkjanna í þágu kjarnorkumálanna. Það eru fleiri menn nú starfandi að hinum rússnesku kjarnorkuáætlunum en að okkar áætlunum. Moskva hefur, m. ö. o. náð svo fljótt

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.