Réttur


Réttur - 01.08.1953, Side 75

Réttur - 01.08.1953, Side 75
RÉTTUR 211 verður í tölum. Vísindamennirnir, bæði karlar og konur, munu ekki síður láta að sér kveða hvað snertir gæði en f jölda. Nú þegar fá 6,2 af hundraði allra barna í Sovétríkj- unum, þar af hlutfallslega fleiri í borgunum, æðri menntun. Þetta er ekki sama og þriggja ára hundavaðsnámið við enskan háskóla eða amerísk college, heldur staðgott fimm- ára nám og að því loknu hefur nemandinn náð menntun sem samsvarar meistaragráðu hjá okkur. I Sovétríkjunum sjá hinir eiginlegu háskólar aðeins um tiltölulega lítinn hluta hinnar æðri menntunar. Hitt fer fram í sérfræðistofn- unum. Þar eru lækna- og landbúnaðarháskólar, verkfræði- og vélfræðiskólar, einnig leiklistar-, tónlistar- og myndlist- ar-stofnanir. Við þær allar er sama langa námsbrautin og þær standa allar á háu stigi. Hvernig má það vera að í Sovétríkjunum skuli vera hægt að finna svo marga hæfileikamenn á hinum ýmsu sviðum, þegar okkur er sagt að við höfum hér, með aðeins 3,1 af hundraði ungra karla og aðeins 0,6 af hundraði ungra kvenna, þegar þurausið brunn hæfileikanna með þjóð vorri ? Það eru tvær augljósar skýringar: í fyrsta lagi, að þar fyrir handan hefur talan verið tvöfölduð með því að opna konum leið til mennta til jafns við karla og i öðru lagi, að hin skaðsamlega herskylda, sem rænir unga nemendur hjá okkur a. m. k. tveim dýrmætustu námsárunum, nær ekki til háskólastúdenta og annarra samsvarandi skóla- nemenda þar eystra. Allt sem þeir þurfa að inna af hendi í þá átt er þjálfun í nokkrum undirstöðuatriðum við skól- ana sjálfa og að fara í herbúðir einu sinni á ári. Aðalorsökin á sér samt dýpri rætur en þetta, sem sé, að þar hefur verið viðurkennd sú sósíalistíska grundvall- arskoðun, að allir, jafnt karlar sem konur, séu móttækilegir fyrir menntun og að sköpun kommúnistísks þjóðfélags krefjist þess og það skjótt, eins og Stalín sagði, að sérhver maður hlyti æðri menntun. Það er erfitt, að færa sönnur á að fólk sé óhæft til náms, en það er auðvelt að varna

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.