Réttur


Réttur - 01.08.1953, Page 79

Réttur - 01.08.1953, Page 79
RÉTTUR 215 með því að gera vélarnar sjálfvirkar og fjarstýrðar, með notkun rafbylgjutækni þarmeð taldar últrastuttbylgjur og aðrar vinnuaðferðir til að hagnýta rafeindirnar. Jafn- hliða er ríkur skilningur á þörfinni til að herða rösklega róðurinn á þeim sviðum vísindanna, sem girnilegust eru til fróðleiks, svo sem rannsóknir á uppruna jarðarinnar og lífsins, sem ekki er litið á sem hugarleikfimi lærðra manna heldur sem leiðir til að finna og nota auðæfi þessa jarð- hnattar okkar. Á meðal þessara auðæfa, við hlið kola, olíu og vatnsorku, er kjarnorkan, sem Nesmejanoff lýsir sem „svæði örs og gróskumikils vaxtar í vísindum og tækni“. Það er fullvíst, að í Sovétríkjunum er kjarnorkan notuð ekki aðeins sem orka, heldur til efnafræðilegra umbreytinga á skipulagðan hátt óhindrað af þeim takmörkunum, sem hin ýmsu auð- félög setja. Það er raunar þetta, sem mestan ugg vekur hjá þeim, sem standa fyrir smíði kjarnorkuvopna. Þetta verður ljóst af ummælum þingmannsins Cole í annarri ræðu: ,,Að mínu áliti myndi ekkert verða jafn eyðileggjandi fyrir þjóðarheiður vorn og tilkynning um það frá Kreml, að sovétstjórnin hefði náð að beizla kjarnorkuna til frið- samlegra þarfa og væri reiðubúin til að miðla vinum sín- um og bandamönnum af þeim árangri. Slíkar aðgerðir Kremlstjórnarinnar myndu reiða öxi að rótum einingar hinna frjálsu þjóða.“ Þótt það sé hryggilegt, að eining hinna frjálsu þjóða hvíli á svo ótryggum grunni, er það þó huggun, að jafnvel Ameríkumönnum skuli loks hafa skilizt það, að gera má ýmislegt betra við kjarnorkusprengjuna en að eyða heim- inum með henni. Þessi vitneskja, er hún nær útbreiðslu, ætti að ýta mjög undir hina brýnu kröfur um að vísindunum verði hvarvetna snúið frá þjónustu stríðs til þjónustu við friðinn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.