Réttur - 01.08.1953, Blaðsíða 81
RÉTTUR
217
þar mættir fulltrúar frá fjölda félagssamtaka, verkalýðs-
félaga, ungmennafélaga, kvenfélaga o. fl. auk mikils f jölda
einstaklinga úr öllum flokkum víðsvegar af landinu. Stjórn-
málasamtökum hafði einnig verið boðið að senda fulltrúa,
en Sósíalistaflokkurinn einn þáði boðið. Hinn nýstofnaði
,,Þjóðvarnarflokkur“ hafnaði. Formaður hinna nýju sam-
taka var kjörinn Gunnar M. Magnúss, rithöfundur, sem
mest hafði starfað að undirbúningnum. — Ráðstefnan
gerði fjölmargar samþyktir, en mest áherzla var lögð á
sameiningu allra hernámsandstæðinga og öll klofnings-
starfsemí fordæmd. Andspyrnuhreyfingin gefur nú út blað
er nefnist Sjálfstæðisblaðið.
Sósíalistaflokkurinn gaf út ávarp, þar sem hvatt var til
samstarfs allra hernámsandstæðinga í kosningunum, og
lýsti flokkurinn sig reiðubúinn til að láta flokkssjónarmið
víkja fyrir sameiginlegum málstað. Óskaði flokkurinn eft-
ir viðræðum við Þjóðvarnarflokkinn til þess að heyra til-
lögur hans um það hvernig slíku samstarfi yrði bezt háttað.
Þjóðvarnarflokkurinn hafnaði slíkum viðræðum skilyrðis-
laust og án rökstuðnings.
Gunnar M. Magnúss tók sæti á lista Sósíalistaflokksins
í Reykjavík, en einn helzti forustumaður þjóðfrelsisbarátt-
unnar gegn ameríska hernum frá upphafi, Finnbogi R.
Valdmarsson, var í kjöri fyrir flokkinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Úrslit Alþingiskosninganna.
Tveir nýir flokkar tóku þátt í kosningunum: „Þjóðvarn-
arflokkurinn“ og ,,Lýðveldisflokkurinn“ sem aðallega var
klofningur úr Sjálfstæðisflokknum.
Framboð þessara nýju flokksbrota varð til þess að allir
gömlu flokkarnir töpuðu hlutfallslega. Framboð Þjóðvarn-
arflokksins kom þó mest niður á Sósíalistaflokknum, sem
tapaði nokkru atkvæðamagni og tveimur þingsætum. Al-
þýðuflokkurinn tapaði tveimur öruggustu vígjum sínum,