Réttur - 01.08.1953, Page 83
RÉTTUR
219
menn hans eru enn algerlega einráðir um stefnu flokksins
og samstarfið við Ihaldið í verkalýðshreyfingunni á að
halda áfram eins og hingað til.
Rétt fyrir þingsbyrjun sneri Þjóðvarnarflokkurinn sér til
Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins og kvaðst reiðubú-
inn til að hafa samstarf við þessa flokka sameiginlega um
kosningu í þingnefndir. Sósíalistaflokkurinn svaraði strax
játandi, en Alþýðuflokkurinn neitaði og ákvað að hafa
samvinnu við afturhaldsflokkanna eins og undanfarið. Þá
neitaði Þjóðvarnarflokkurinn að hafa samvinnu við Sós-
íalistaflokkinn og sat hjá, úr því hann átti ekki kost á að
kjósa í nefndir fulltrúa Alþýðuflokksins, sem fastast hafa
staðið með hernáminu. Sameiginlega höfðu Sósíalistaflokk-
urinn og Þjóðvarnarflokkurinn afl atkvæða til að fá full-
trúa í öllum fimm manna nefndum þingsins. En vegna
hjásetu Þjóðvarnarmanna fengu hernámsflokkarnir alla
fulltrúana, en andstæðingar hernámsins engan. Til þess
að útiloka Sósíalistaflokkinn, útilokuðu þeir sjálfa sig einn-
ig. Sama sagan endurtókst að mestu, þegar kosið var í
fastar milliþinganefndir. Þetta er ágætt dæmi um fram-
komu og hlutverk hins svokallaða Þjóðvarnarflokks á
þingi, sem og á öðrum vettvangi.
Verzlunarsamningar við Sovétríkin.
I júlí var svo komið viðskiptum okkar íslendinga við
Marshallblökkina að flest hraðfrystihús landsins voru lok-
uð og tuttugu og sjö nýsköpunartogarar láu bundnir í
höfn. Þetta algera gjaldþrot Marshallstefnunnar á sviði
milliríkjaviðskiptanna og einróma kröfur fiskframleiðenda
og almennings knúði loks ríkisstjórnina til þess að taka
boði ráðstjórnarinnar um víðtæka verzlunarsamninga.
Viðskiptasamningur milli Islands og Sovétríkjanna var
undirritaður 1. ágúst og gildir hann í 12 mánuði. Sovétríkin
kaupa af okkur 21 þús. tonn af frystum fiski og er það
um það bil % venjulegrar framleiðslu. Ennfremur 100 þús.