Réttur


Réttur - 01.08.1953, Síða 95

Réttur - 01.08.1953, Síða 95
RÉTTUR 231 kenningum Gyðinga á þessum tímum. Höfundur hafnar þeirri kenningu, er telur söguna um til- vist og ævi Jesú goðsögn eina, og ætlar að þar sé um sannsögulegan kjarna að ræða. Þá rekur hann og allrækilega mismunandi viðhorf hinna frumkristnu söfnuða og skoðanir ýmissa kirkjufeðra, allt til þess er kristindómurinn verður ríkistrúarbrögð. Bókin er skerpu- lega skrifuð og hin fróðlegasta. Maurice Cornforth: Dia- lectical Materialism. Voi. II. Historical Material- ism. (Dialektisk efnis- hyggja 2. b. efnalega sögu- skoðunin. Lawrence & Wishart, London 1953. Fyrsta bindi þessa rits er komið út fyrir nokkru og fjallaði um efnishyggjuna og hina díalekt- ísku rannsóknaraðferð. Þetta er annað bindið, en hið þriðja mun einkum snúast um þekkingar- fræðileg efni. Bók þessari er ætlað að vera alþýðlegt fræðirit, en er þegar orðin allmikil að vöxtum, þar er hvert bindi er um 200 bls. í þessu bindi er, sem fyrr segir, fjallað um hina efnalegu sögu- skoðun. Höfundur rekur aðal- atriðin í hinni almennu kenningu marxismans um framvinduna — og þróun hins sósíalíska þjóðfé- lags. Hann sýnir fram á, hvernig undirstöðulögmál framvindunnar eiga rót sína í framleiðsluháttun- um og hversu hægt er að notfæra sér þessi hagrænu lögmál til skilnings og varanlegra áhrifa á rás sögunnar. Hann rekur, hvern- ig ris þjóðfélagsins, stjórnmálin og ýmiskonar stofnanir og hug- myndakerfi rísa af þessum grunni sem og stéttir og stéttabarátta, og hvernig allt er í tengslum og víxl- áhrifum sín á milli — og leggur höfundur ríka áherzlu á það hlutverk, er hugmyndirnar gegni í félagslegri þróun. Þessu bindi lýkur svo á kafla um megindrætti í framvindulög- málum hins sósíalíska og komm- úníska þjóðskipulags, eftir því sem þau verða greind á þessu skeiði sögunnar. ÁBM. Páll Bjarnason. Fleygar. Kvæði. Winnipeg 1953. Þetta safn frum- saminna kvæða og þýddra, sem út kom í Winnipeg í fyrra er þess virði að íslendingar fylgist með því, sem þar kemur fram, kaupi það og lesi. Þeir íslendingar, sem enn halda uppi merki íslenzks skáldskapar vestanhafs, eiga það skilið. Skáldið skiptir kvæðum sínum í eftirfarandi flokka: Hugsað heim, hvert ættjarðarkvæðið öðru hlýrra, — Um daginn og veginn, kennir þar margra grasa, en hinn rauði þráður þessara kvæða er þung þjóðfélagsleg ádeila, — Ávörp og erfiljóð, hin gamla þjóð- lega erfð lifir enn með fullu fjöri vestanhafs á þessu sviði, — Ljóðabréf og annað léttmeti, svo kallar höfundur einskonar „rusla- skrínu“ sína, og síðast koma Þýð- ingar og kennir þar margra grasa, allt frá Ingersoll og Markham („Maðurinn með hlújárnið") til Longfellow og Tennyson. Omar Kháyyám og Oscar Wilde. Það skortir ekki heitar tilfinn- ingar, sterka réttlætiskennd og stolt yfir íslandi og erfð þess í kvæðum þessum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.