Réttur


Réttur - 01.03.1962, Side 8

Réttur - 01.03.1962, Side 8
72 R É T T U R Þjóð yðar er spillt þjóð yðar er spillt í dýpsta eðli sínu. En vér höfum einstakt lag og sjaldgæfa þolinmæði til að leika við spillingu þjóðar yðar. Sá leikur er oss auðveldur en raunar ekki mörgum öðrum hentur. í trúnaði sagt: væri þjóð yðar ekki fullspillt gætum vér látið henni í té ögn af spillingu því vér trúum á spillingu. nærum og nærumst á spillingu. Eftir á skulum við segja við yður með blíðu: kæru vinir spilling þjóðar yðar er svo róttæk að jafnvel vér eigum fullt í fangi að tæta um hana. Og þá munum vér einnig sanna yður tölfræðilega að vér en ekki þér höfum krafta til að gæla við hina óumflýjanlegu meðsköpuðu og óbreytanlegu spillingu. Vér sem nú tölum erum hinir alelfdu krossfarar gegn spillingunni vér erum að sjálfsögðu persónugervingar siðferðisins. # Hér birtist frumleiki vor og djúpsæi hér klýfur snilli vor björgin innsýn vor lýsir yfir höfin. Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.