Réttur


Réttur - 01.03.1962, Síða 10

Réttur - 01.03.1962, Síða 10
JOSUÉ DE CASTRO: Nýlendukúgun, hungur og framfarir [Josué de Castro er Brasilíumaður, forseti lieimssambandsins gegn hungrinu. Hann flutti erindi |iað, sem hér fer á eftir vorið 1961 á þeirri ráðstefnu vísinda- manna hvaðanæva að úr heiminum, sem haldin var í Royaumont hjá París og getið var nánar um í sambandi við grein Bernals í síðasta hefti. l Hungur er bæði hræðilegasti og algengasti sjúkdómur í heimin- um. Enginn annar sjúkdómur heimtar fleiri mannslíf á ári hverju. Hungur er orsökin fyrir skiptingu heimsins í fátæk lönd og rík lönd. í ríku löndunum fæðist fólk til þess að lifa á jörðinni. í fátæku lönd- unum ríkir hungurdauði og örbirgð, og meir en helmingur íbúanna þar deyr í barnæsku. Þar fæðir jörðin ekki manninn heldur maður- inn jörðina með líkama sínum. Hungur er afkvæmi nýlendukúgunar. Hvernig stendur á því að tveir þriðju hlutar mannkynsins þurfa að þola hungur? Og hvernig stendur á því að hungur skuli einmitt ríkja í svonefndu vanþróuðu löndunum? Skoðun mín er sú, að ný- lendukúgun sé aðalástæðan fyrir hungri í heiminum. Nauðsynlegt er að koma strax með útskýringu. Einhver gæti sagt, að fólk hafi soltið löngu áður en tímabil nýlenduveldanna hófst. Já, hungur hef- ur alltaf herjað þjóðir fortíðarinnar. En áður fyrr svalt fólk vegna þess að vísindi og tækni voru ekki nægilega háþróuð til að koma í veg fyrir það. 1 háþróuðum löndum, sem færa uppgötvanir vísind- anna sér í nyt, kemur allsherjarhungursneyð ekki lengur fyrir. En hungursneyð er algeng meðal vanþróaðra landa vegna þess að þau búa við efnahagskerfi, sem hefur á sér öll svipmót nýlendukúg-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.