Réttur - 01.03.1962, Síða 19
R É T T U R
83
fellingin hækkaöi sjálfkrafa gífurlega þá óbeinu skattheimtu, sem
felst í tollum af innflutningi, en jafnframt voru tekjuskattar ein-
staklinga stórlækkaðir, á þann hátt að það kom hinum tekjuhærri
fyrst og fremst til góða og lagðir á tvennskonar söluskattar, annar
á innflutning (8,8% á tollverð), hinn á almenna vörusölu og þjón-
ustu (3%). Sagt var að fyrr nefndi söluskatturinn væri „aðeins til
bráðabirgða“ í eitt ár, en sú fullyrðing hefur að sjálfsögðu reynzt
blekking ein og í upphafi yfirstandandi þings var þessi skattur end-
anlega innlimaður í skattkerfið sem varanlegur skattur.
Gleggst verður séð eðli og árangur skattalagabreytinganna 1960
af eftirfarandi staðreyndum:
1. Arið 1959 námu allir skattar og tollar til ríkissjóðs 796 millj.
kr. og árið 1958 623 millj. kr., en á árinu 1962 er, samkv. fjár-
lögum, áætlað að skattar og tollar verði 1401 millj. kr. Hækk-
unin frá 1959 nemur 605 millj. kr. eða 76%, en miðuð við
1958 124%.
2. Árið 1959 námu söluskattar til ríkissjóðs 166 millj. kr., en í
ár eru þeir áætlaðir 485 millj. kr. Hækkunin nemur 286%.
3. Árið 1959 var hlutdeild beinna skatta, sem miðast við tekjur
og efnahag um 21% af heildarskattheimtunni. Árið 1962 er
áætlað að hún verði 6,7%.
4. Árið 1959 voru tekju- og eignaskattar jafnháir sölusköttunum,
en 1962 verða söluskattarnir fimmfaldir á við beinu skattana.
5. Utsvarsbyrðar til bæjarfélaganna hafa í vaxandi mæli verið
færðar á bök láglaunafólks með minnkaðri stighækkun út-
svara og með því að taka upp söluskatt sem tekjustofn, jafn-
framt því sem útsvarsbyrðarnar í heild hafa vaxið gífurlega
vegna vaxandi dýrtíðar.
Næst gengisfellingunum 1960 og 1962 hefur þessi gerbylting í
skattamálunum, sem ekki á sinn líka, þótt leitað sé víða um lönd,
verið gildasti þátturinn í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þá átt að
rýra almenn lífskjör og hlaða undir gróðamyndunina á kostnað
þeirra. Til þessarar byltingar er að miklu leyti að rekja orsakir
þess að verðlag almennra nauðsynja hefur á tveim árum hækkað
um 32% samkvæmt útreikningum Hagstofu íslands, en þá gífurlegu
verðhækkun verður alþýða manna að bera með lœkkuðu kaupgjaldi
frá því sem áður var.
En þrátt fyrir þetta hefur ríkisstjórninni ekki þótt nóg að gert.
Beinnj skattlagningu fyrirtækja var ekki breytt 1960. í þih var látið