Réttur - 01.03.1962, Page 21
K É T T U R
85
til skattfrjálsrar útgáfu hlutabréfa í samræmi við eignaaukningu
fyrirtækja og hækkun verðlags er fyrst og fremst til þess ætluð að
auðvelda eigendum hlutafélaga að draga gróða sinn út úr rekstri
félaganna og ráðstafa honum til einkanota. Má auðveldlega nefna
dæmi þess, að þessi breyting geri mögulegt fyrir hlutafélög að út-
hluta árlegum arði, sem svarar til alls stofnfjárins, sem hluthafarnir
lögðu fram í upphafi og félagið sjálft fái arðgreiðsluna alla dregna
frá skattskyldum hagnaði.
Óhætt mun þó að fullyrða að hvorugt þeirra atriða, sem nú hafa
verið nefnd séu aðalatriði í skattabreytingunum nú, enda þótt þau
hvort fyrir sig lýsi glögglega markmiði þeirra. Það eru fyrningar-
reglurnar nýju, sem eru kjarni málsins og fela í sér gerbreytingu á
aðstöðu íslenzkra gróðafélaga til arðráns af vinnustéttunum. Er þar
ekki aðeins um að ræða að fyrningarreglurnar gefi gróðafélögun-
um stórfellt aukna möguleika til þess að halda utan um þann aukna
hagnað, sem þau ná, m. a. með launalækkunum, gengisfellingum
og öðrum þvílíkum ráðstöfunum stjórnarvalda, heldur fela þær
einnig í sér beinar heimildir fyrirtækjunum til handa til þess að
stórhækka verðlag framleiðslu þeirra, — skattleggja þannig neyt-
endur í sína þágu og velta afleiðingum verðbólgunnar yfir á þeirra
herðar í enn ríkara mæli en áður.
Hingað til hafa gilt þær reglur, að fyrningarafskriftir hafa farið
fram með þeim hætti að fyrirtækin hafa aðeins mátt miða afskrift-
irnar við stofnkostnaðarverð fjármuna sinna, þ. e. a. s. að þau
hafa orðið að láta sér nægja að telja til árlegs kostnaðar stofnverð
fjármuna sinna skiptu niður á tiltekinn árafjölda, sem oftast hefur
þó verið skemmri en raunverulegur endingartími eignanna. Síðan
hafa þau svo haft heimild til að greiða eigendum sínum arð og
færa hann til kostnaðar og svo loks að leggja % hagnaðar í vara-
sjóð og leggja þar að auki til hliðar verulegan hluta gróðans, sem
þá verður eftir.
Nú á að verða sú breyting á, að fyrirtækin mega afskrifa eignir
sínar miðað við endurnýjunarverð að frádregnum áður fram-
komnum afskriftum. Vegna verðbólguþróunar undanfarandi ára
og ekki sízt þeirra gífurlegu verðhækkana, sem núv. stjórnarstefna
hefur leitt yfir þjóðina, er mismunur á stofnverði fjármuna og end-
urnýjunarverði orðinn geysilegur í flestum tilvikum. Fyrningar-
reglunum nýju er ætlað að létta þessum mismun að langsamlega
mestu eða jafnvel öllu leyti af gróðamynduninni og leggja byrðar