Réttur - 01.03.1962, Qupperneq 33
R É T T U R
97
ÁriS 1943 var ég svo heppinn að hitta Albis Campos oft í sjúkra-
húsi í New York. Aldrei hef ég orðið var viS fjandskap í garð
kommúnista hjá honum, ekki heldur er hann var ósamþykkur hug-
myndum okkar. Hann tók mér alltaf glaðlega og heilsaði mér sem
vini. Hann fór mörgum orðum um þakkarhug sinn í garð Kommún-
istaflokks Bandaríkjanna og foringja hans (nokkrúm'þeirra hafði
liann verið samtíða í Atlanta-fangelsinu). Bandaríska kommúnista
kvað hann ætíð hafa veitt sér stuðning eftir njegni, siðferðilegan og
pólitískan, í baráttunni fyrir föðurlandiS.
Albis Campos er fyrirmynd að vaskleika ekki aðeins flokksmönn-
um sínum heldur og allri þjóð Puerto Ricos. Nýjar kynslóðir bylt-
ingarmanna sækja kraft til hans. Laura de Albis Campos, eiginkona
hans og félagi, hefur skrifað bók um „Albis Campos og sjálfstæði
Puerto Ricos“, þar sem hún lýsir starfi hans allt frá brautskráningu
úr Harvard-háskóla 1920 til þessa dags.
Hvernig fáum við ættjarðarvinir bezt greitt þakkarskuld okkar
við Albis Campos? MeS því að leggja okkur alla fram til að bjarga
lífi hans og annarra fangelsaðra þjóðernissinna. ViS munum því
krefjast þess, að þeir verði látnir lausir skilyrðislaust, og við mun-
um herða róðurinn í sjálfstæðismálinu. Við skorum á róttæka stjórn-
málaflokka heimsins, samtök verkalýðs og lýðræðissinna, að leggja
sitt af mörkum í alþjóðlegri samstöðu, svo að þessu marki verði náð.