Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 36

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 36
100 R É T T U K kænsku“. Hinir ellefu forustumenn Kommúnistaflokksins urðu fyrstu fórnarlömb „kalda stríðsins“, Höggið reið af skömmu áður en Henry Wallace — fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna — hafði gengizt fyrir stofnun Framfara- flokksins. Þessi flokkur varð til vegna andspyrnu við stefnu Tru- mans fyrir köldu stríði. Hann endurómaði sameiginlegan vilja verkalýðsins, sem krafðist friðsamlegrar sambúðar. Ríkisstjórnin skirrtist ekki við neitt til þess að koma óorði á þennan friðarvilja og kveða hann niður. Bandaríska þjóðin varð fórnarlamb áður ó- þekktrar múgsefjunarherferðar. Truman lék „talsmann“ friðar og vinátfu við Sovétríkin og „fylgismann“ aukins lýðræðis. Alkunna er, að þessi ríkisstjórn ól af sér Truman-kenninguna, Marshalláætl- unina og fleira slíkt. Einmitt þá skaut McCarthy-fasisminn upp sín- um andstyggilega kolli og setti á oddinn allar andlýðræðislegar of- sóknir í Bandaríkjunum. Við þessar aðstæður var forusta Komm- únistaflokks Bandaríkjanna leidd fyrir rétt. Tvaer ákærur voru bornar fram gegn okkur: 1. „Samsæri til úthreiðslu og áróðurs þeim kenningum, sem fælu í sér óumflýjanleik og nauðsyn þess að steypa af stóli ríkisstjórn Bandaríkjanna með ofbeldi“, og 2. „meðvitandi félagsþátttaka í Kommúnistaflokki Bandaríkj anna“. Réttárhöldin fóru fram í brjálæðisfullu andrúmslofti og stóðu í níu mánuði. Forustumenn Kommúnistaflokksins voru fundnir brot- legir við The Bill of Ilights og dæmdir í fimm ára fangelsi. Dómin- um var áfrýjað til héraðsréttar og hæstaréttar. Báðir staðfestu dóm undirréttar. Hæstiréttur gaf yfirhöfuð engan úrskurð um þær spurn- ingar verjenda, sem vörðuðu alla málsmeðferð. Dómararnir úr- skurðuðu einfaldlega, að Kommúnistaflokkurinn sé „opinber og bein hælta“ fyrir þjóðfélagið, og að Smith lögin séu í samræmi við stjórnarskrána. Þeir sniðgengu þá spurningu, hvort forustumenn Kommúnistaflokksins hefðu í raun og veru gerzt brotlegir við þessi lög. Engu að síður þýddi þessi úrskurður fangelsun okkar. Árið 1951 vorum við hvattir til þess að afplána hegningardóm- ana. Gus Hall, núverandi aðalritari Kommúnistaflokksins, Gilbert Green, Robert Thompson og ég urðum ekki við þessum tilmælum í það sinn. Ég gaf mig ekki fram við yfirvöldin fyrr en fimm árum síðar, er dregið hafði af McCarthyismanum og fasismahættan verið tjóðruð. Þá voru meiri tækifæri til þess að berjast fyrir lýðræðis- legum réttindum. Ég gekk á vit yfirvaldanna 1956, en fékk til við- j

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.