Réttur


Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 41

Réttur - 01.03.1962, Blaðsíða 41
Ii E T T U R 105 gegn kommúnistunum og öðrum lýðræðissinnum undir yfirskini þess, að hún væri að halda uppi „lögum og rétti“, þótt hún vissi að þeir væru ötulustu stuðningsmenn sjálfstæðis og lýðræðis. Hundruð þeirra voru fangelsaðir og sumir teknir af lífi. Menn voru jafnvel of- sóttir fyrir að vera í samtökum, sem þó voru lögleg. Til þess að koma á svokölluðu „jafnvægi“ var afturhaldssinnum gefinn laus taumur og þeir blésu í glæður úlfúðar milli þjóðflokka, trúflokka og stjórnmálasamtaka, svo að til blóðugra átaka kom og lét þar margur vinstri maður lífið. Hinum raunverulega kommúnistaflokki var neitað um lagalega viðurkenningu, en gerviflokkur, sem í voru lögregluspæjarar og alls konar ævintýramenn, viðurkenndur sem hinn opinberi „Kommún- istaflokkur“. Var þetta gert í þeim tilgangi að torvelda starfsemi flokksins og spilla einingu verkalýðsstéttarinnar. 011 þróunin sýndi, að nú var stefnt að allt öðru en hinu upphaflega markmiði bylting- arinnar. Ótti við vöxt byltingarhreyfingarinnar hefur knúð hinar ráðandi klíkur til að leita samkomulags við heimsvaldasinnana. En það hef- ur aftur á móti vakið ugg ýmissa þjóðlegra afla, þar á meðal þess hluta borgarastéttarinnar, sem styður sjálfstæði og þjóðlega stjórn- málaþróun. Hinar ráðandi hernaðarklíkur einangrast því meir og meir og kröfunni um afnám einræðisins og hernaðarástandsins vex styrkur, krafan um lýðréttindi og lýðræðislegt stjórnarfar eignast æ fleiri stuðningsmenn meðal allra stétta þjóðfélagsins. Reynslan hefur kennt fólkinu að baráttan gegn kommúnismanum er barátta gegn öllum andstæðingum heimsvaldasinnanna. Borgara- legir flokkar og einstakir stjórnmálamenn, jafnvel ráðherrar, hafa líka orðið fyrir barðinu á henni. Stöðug og margþætt ásókn heims- valdasinnanna og innlenda afturhaldsins hefur fengið því áorkað, að ríkisstjórnin hefur staðið í samningum við CENTO-löndin og slakað á eftirliti með erlendu olíufélögunum og gefið erlendu fjár- magni frjálsari hendur. Samtímis er haldið uppi linnulausum áróðri gegn sósíalistísku löndunum og spillt framkvæmd samningsins við Sovétríkin um tæknilega og efnahagslega aðstoð, sem er þó inegin- undirstaðan að iðnvæðingu landsins. En þrátt fyrir allt kemur betur og betur í Ijós vilji fólksins til að berjast gegn einræðisstjórninni en fyrir réttindum sínum og hags- niunum.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.