Réttur


Réttur - 01.03.1962, Síða 46

Réttur - 01.03.1962, Síða 46
110 R E T T U R valdastefnu og leppstjórnum, við lýðræðislegar aðstæður á grund- velli þjóðlegs og sögulegs skyldleika og hagsmuna þessara bræðra- þjóða.“ SjálfstæH-, áháð lýðræðisríki. írakska þjóðin veit, að júlí-byltingin fékkst staðist gegn heims- valdasinnunum aðeins vegna hiklauss stuðnings Sovétríkjanna og annarra sósíalistaríkja við lýðveldið. Strax eftir byltinguna sendu brezkir og bandarískir heimsvaldasinnar herlið til Líbanon og Jór- daníu til undirbúnings innrásar í Irak. Sovétríkin og önnur sósíal- istaríki urðu fyrst til að viðurkenna hina nýju stjórn og stuðningur þeirra kæfði allar innrásarfyrirætlanir í fæðingunni. Meiri bluti hinna þjóðlegu afla er líka sannfærður um að samvinna og góð sambúð við þessi ríki er bezta leiðin til að tryggja sjálfstæði og framfarir í írak. í írak eru að skapast skilyrði til víðtækrar þjóðfylkingar. Sú stefna er hin eina, sem getur bjargað írak. Eining allra þjóðlegra afla, sem vilja styrkja sjálfstæði landsins, útrýma öllum leifum heimsvaldastefnu og lénsstjórnarfars, koma á lýðræði, sjálfstæðri utanríkisstefnu og samvinnu við hin sósíalistísku lönd, — þetta er eina leiðin eins og nú háttar í heiminum, til að mynda og varðveita ríki þjóðlegs lýðræðis. 011 skilyrði eru til að írak geti orðið slíkt ríki. En höfuðþungi baráttunnar fyrir því mun hvíla á herðum verkalýðsstéttarinnar. A. A. þýddi og stytti.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.