Réttur


Réttur - 01.06.1962, Side 12

Réttur - 01.06.1962, Side 12
124 R É T T U R í leit að ódýru vinnuafli beindist athygli ekrueigenda að megin- landinu, einkum Líberíu. Aragrúi íbúa Líberíu — þar á meðal börn — voru sendir með skipum lil Fernando Po til þess að lifa þar og þræla við hinar hryllilegustu aðstæður. Fæstir áttu afturkvæmt. Þeir sem neituðu að endurnýja vinnusamningana voru fangelsaðir og samstundis ákærðir fyrir flakk, síðan voru „flakkararnir“ seldir á uppboði. Þessi starfsemi naut opinbers samþykkis spánska land- stjórans. Það varð ekki fyrr en 1920 að stjórnin í Líberíu bannaði ráðningar verkamanna til ekranna á Fernando Po. Spönsku kakókóngarnir fóru þá að ráða verkamenn frá næstu nýlendum, Nígeríu og Kamerún. Þar ríkti hungur og skortur og auðvelt fyrir ráðningarmennina að ginna lil sín verkamenn með lýsingum á þessari spönsku nýlendu sem sannkallaðri paradís. Þús- undir settu „merki sitt“ á samninginn og skuldbundu sig til að vinna þar í 18 mánuði. Þeir uppgötvuðu brátt að þeir höfðu sloppið úr einu helvíti til þess að lenda í öðru ennþá verra. Samningurinn batt þá allan samningstímann hvernig sem ekrueigandinn kom fram við þá. Fyrir strok kom fangelsi og misþyrmingar. Vinnan var þrældómur og launin lág — fram til 1961 aðeins 1 pund, 13 shillingar og 4 pence á mánuði, eða innan við fimm doll- ara. Verkamenn komust því strax í vonlausar skuldir við ekrueig- endur. Það þýddi — segir Nígeríublaðið W est African Pilot — að þeir urðu að endurnýja samningana til þess að vinna af sér skuld- irnar. Þannig voru fórnardýrin veidd í svikamyllu öll beztu ár ævi sinnar. Afríkanar eru sviptir rétti til að mótmæla þeim reglum er yfir- völdunum þóknast að setja. Verkalýðsfélög og stjórnmálafélög eru bönnuð. Áður nefnt blað segir frá því, að spönsk yfirvöld líti á hvers konar kvartanir sem samsæri gegn sér. Allar tilraunir hinna ólánsömu verkamanna til að leita verndar stjórnarvalda Nígeríu eða Kamerúns voru árangurslausar meðan lönd þessi voru nýlendur. Yfirvöldunum þar þótti gott að geta selt vinnuafl til Fernando Po — það dró úr atvinnuleysinu heima fyrir og gaf gróða í aðra hönd. Á ráðstefnu akuryrkju- og skógarhöggs- manna árið 1953 var það upplýst, að yfirvöldin í Kamerún fengju 20.000 franka (40 dollara) fyrir hvern verkamann sem ráðinn var þaðan. Eftir að Nígería og Kamerún urðu sjálfstæð ríki gátu þessar

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.