Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 23

Réttur - 01.06.1962, Page 23
JÓHANN J. E. K Ú L D : A/S Findus International, hin nýja auðliringasamsteypa r 1 'V* 1 Ireotiskionaomum I Réltur hefur ofl áður skýrt lesendum sínum frá risaauðhringnum Unilever, sem einokað hefur mest af feitiframleiðslu auðvaldshlutans úr Evrópu, arð- rænt jafnt framleiðendur síldarlýsis á Islandi sem pálmakjarna í Afríku, drottnað yfir neytendum smjörlíkis, sápu, fegrunartækja og annarra almennra neyzluvara, en síðast en ekki sízt ráðið að mestu fiskiðnaði og fisksölu Bret- lands og átt sterkustu togarafélög Breta og Vestur-Þjóðverja, megnið af hluta- bréfum í hvalveiðifyrirtækjum Norðmanna o. s. frv. Nú hefur Jóhann J. E. Kúld, sem mun flestum lesendum Réttar kunnur af ágætum greinum hans í Þjóðviljanum um fiskimél, ritað eftirfarandi grein fyrir Rétt um hina nýju, risavöxnu auðhringasamsteypu Findus og Nestles í freðfiskiðngreininni. íslenzk þjóð þarf að þekkja þá auðhringa, er ógna henni. Findus International var stofnað í maí 1962. Hlutaféð er 16 milljónir sterlingspunda (1750 millj. ísl. kr.), þar af á Nestle 80%. Forráðamenn Findus International munu ætla að verja 20—25 milljónum sterlingspunda til aukningar á framleiðslu og sölu frystra matvæla.] I. Formálsorð. Þegar norska ríkisstjórnin kom heim til Noregs að lokinni síðustu heimsstyrjöld, ósamt þeim liðsveitum er tekið höfðu þótt í stríðinu við að sigra nazismann, þó blöstu við þeirn ægilegar eyðileggingar ó Iandi og mannvirkjum. Kristjónssund ó Norður-Mæri var t. d. að mestu þurrkaður út sem hær. En þó voru það smómunir einir sem stríðið skildi eftir í slóð sinni ó þeim stöðum og sunnar, saman- borið við þá útreið sem allur Norður-Noregur hlaut við endalok stríðsins. Þegar rússnesku herirnir réðust inn í Norður-Noreg í endalok stríðsins, og þýzku herirnir höfðu ekki bolmagn við ofur- eflinu sem að þeim sótti, þó héldu þýzku hersveitirnar undan, en skildu alls staðar eftir sviðið land þar sem þær fóru um. Þýzku hersveitirnar róku ó undan sér suður á hóginn, alla íbúa Finn-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.