Réttur


Réttur - 01.06.1962, Side 41

Réttur - 01.06.1962, Side 41
K É T T U R 153 um með gengisfellingu frankans í árslok 1959. Hún hefur þannig minnkað raungildi kaupsins og aukið gildisaukann. Bilið milli kaups og verðlags hefur hreikkað um 10%. Það væri enn þá breiðara, ef stefna einokunarhringjanna hefði ekki rekið sig á baráttu verkalýðsins. Hún hefur svarið af sér loforð sem fyrirrennarar hennar höfðu gefið um hækkun á launum opinberra starfsmanna, sem eru skamm- arlega lág, og kaupi verkamanna við þjóðnýttu fyrirtækin, járn- brautarstarfsmanna o. s. frv. Ilún hefur reynt að fella niður vissar greiðslur úr sjóðum almannatrygginganna. Hún hefur dregið að hækka fjölskyldubæturnar og hefur ekki tekið tillit til hinnar auknu dýrtíðar. Enn fremur hefur hún ráðist á eftirlaun gamalla hermanna. Stefna hennar í skattamálum hefur enn aukið á óréttlætið á því sviði. Obeinu skattarnir, sem eru skatta óréttlátastir, liafa aukizt um 58% á fjórum árum, en eignaskattarnir hafa lækkað um 4,2%. Hafi beinu skaltarnir lækkað nokkuð hlutfallslega, má ekki gleyma því, að þeir hvíla aðallega á lágstéttunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einnig komið þungt niður á miðstéttunum. Hér verður að nægja að minna á hinar veigamestu. Fyrir utan gengisfellinguna og aukna skatta liafa bændurnir einnig skaðazt af því, að liætt er að reikna verð búsafurða eftir vísitölustiganum, styrkir til kaupa á búnaðarvélum og áburði hafa verið felldir niður og gróðaskattar þeirra hækkaðir. Allar þessar ráðstafanir koma þyngra niður á smá- og miðlungs- bændum en stórjarðeigendum, sem liafa tök á að auka framleiðn- ina og lækka þannig framleiðslukostnaðinn. Með framkvæmd nýrra búnaðarlaga hefur verið komið á fót kerfi sem mun ríða einyrkjabúunum að fullu, þar sem þeim er neitað um öll lán, styrki og aðra fyrirgreiðslu á þeim forsendum, að ræktarlönd þeirra sé of lílil til að þau geti verið arðbær. Gildistaka Rómarsamningsins á sviði búnaðarins sem samið var um á dögunum, mun greiða fyrir innflutningi búsafurða, sem eru enn að miklu leyti framleiddar á smærri búum, svo sem mjólkur- afurða, eggja og garðávaxta. Á sama hátt og gaullistastjórnin ýtir undir viðleitni bankaauð- valdsins til að breyla „skipulagi“ búnaðarins því í hag, eins hjálpar hún því að sölsa undir sig greinar, þar sem handiðnaðurinn og smáverzlunin hafa mátt sín mest hingað til. 1 þessu skyni liafa verið mynduð hlutafélög til að koma á laggirnar „risaverzlunum“ (super-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.