Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 64

Réttur - 01.06.1962, Síða 64
176 R É T T U R ingslandi í matvælainnflutningsland. Á síðasta áratug hefur aðeins miðað fram á við í þessu tilliti, kornrækt til manneldis nemur nú 76 millj. tonna á ári, en var 52 millj. 1950/51. Heildarframfarir í iðnaði og landbúnaði hafa leitt af sér 42% vöxt þjóðartekna á síðasta áratug. Af framansögðu má sjá, að nokkrar efnahagsframfarir hafa orðið í Indlandi síðan landið öðlaðist frelsi. Sjálfstæði okkar stendur styrkari fótum en 1947. Því fullyrðir indverska sambands- stjórnin, að stefna hennar hafi reynzt rétt, að áætlanir hennar haíi náð miklum árangri. Hægor og ónógar framfarir. Þrátt fyrir framfarirnar er rétt að gera sér grein fyrir eftirfarandi staðreyndum: 1) Vaxtarhlutfall efnahagslífsins var mjög lágt í báðum 5-ára- áætlununum og langt frá því að uppfylla vonir þjóðarinnar og ríkisstjórnarinnar sjálfrar. 1950/51 setti Áætlunarráð það tak- mark að tvöfalda þjóðartekjur á hvert höfuð á næstu 25 árum. Vöxturinn síðasta áraluginn var aðeins 10% í heild. Tekjur á hvern íbúa eru á Indlandi meðal þeirra lægstu í heiminum. 2) Samsetning framleiðslunnar hefur ekki breytzt eins og nauðsyn bæri til. Iðnaðurinn, þar með talinn heimilisiðnaður, framleiðir aðeins 10% þjóðartekna. 3) Framleiðsla margra mikilvægustu iðnaðargreina er langt undir áætlun (Stálframleiðsla átt> að ná 4,3 millj. tonna 1961, varð 2,2 millj., gert var ráð fyrir 290 þús. tonnum af köfnunarefnis- áburði, en aðeins 110 þús. voru framleidd). 4) Landbúnaðurinn er enn mikið áhyggjuefni, þrátt fyrir framfarir síðasta áratugs. Þótt við flyttum inn 10 millj. tonna af mann- eldiskorni 1957, ’58 og ’59, er kornframboðið á hvern íbúa í dag lægra en fyrir stríð. 5) Þótt yfirlýstur tilgangur efnahagsáætlananna væri að veita ind- verskri alþýðu viðunandi lífskjör, er þetta takmark jafn fjar- lægt og alltaf áður. Þótt þjóðartekjur á hvert höfuð hafi vaxið, áttu slíkar verðhækkanir sér stað, að rauntekjur mikils íjölda láglaunamanna hafa ekki vaxið. Á meðan iðnaðarframleiðsla. miðað við hvern verkamann, þ. e. framleiðni, hefur vaxið veru- lega, hafa rauntekjur verið óhreyttar og jafnvel lækkað. Vinnu- og áætlunarráðherra sambandsstjórnarinnar, Nanda, sagði í

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.