Réttur


Réttur - 01.06.1962, Side 71

Réttur - 01.06.1962, Side 71
R É T T U K 183 ins, sósíalistar og kommúnistar, vopnlausir, að landamærum Goa. Portúgalskir landamæraverðir skutu á gönguna og drápu 20 manns. Indverska ])jóðin lét reiði sína í ljós með kröfugöngum og verkföll- um. Indverska sambandsstjórnin lokaði þá landamærunum, sleit stjórnmálasambandi við Portúgal, en lýsti því yfir, að hún myndi ekki beita valdi í deilunni. Portúgalar litu á þetta sem veikleika- merki og hertu tök sín á nýlendunum. En mótspyrnuhreyfingin hélt áfram og snerist upp í skæruhernað, lögreglustöðvar og vopna- birgðir voru sprengdar í loft upp. Indverska sambandsstjórnin var á þeirri skoðun, að frelsun ný- lendnanna myndi gerast á friðsamlegan hátt, jafnvel með stuðningi Vesturveldanna. En ekkert gerðist, sem styrkt gæti þá trú. A sama tíma efldust formælendur kröfunnar um vopnaða frelsun að áhrif- um. Stofnuð var þjóðnefnd til frelsunar Goa, sem krafðist þess, að frelsunin færi fram fyrir árslok 1961. Með frelsisbaráttunni í öðrum nýlendum styrktist þjóðnefndin, sérlega með uppreisninni í Angola og Mozambique, svo og með uppgangi andstöðunnar gegn einveld- inu í Portúgal sjálfu. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun, sem krafðist afnáms nýlendustefnunnar, Heimsfriðarráðið for- dæmdi portúgalska nýlenduveldið. Samt sem áður harðneitaði stjórn Salazars að semja við indversku sambandsstjórnina, en víg- bjóst þess í stað ákaflega á svæðunum þrem. Ilerstyrkur hennar þar nam 15.000 manns. 18. desember 1961 réðust indverskar hersveitir inn í Goa, Daman og Diu. 20 tímum síðar voru þessi landssvæði frelsuð undan ný- lendukúguninni, engar nýlendur voru lengur á indverskri grund. Mótspyrna var svo til engin, innan við 20 féllu á hvorri hlið. 3000 portúgalskir hermenn voru teknir til fanga, 12.000 Góanesar, sem höfðu gengið í portúgalska herinn, gáfust upp mótspyrnulaust. Almenningur fagnaði indversku hersveitunum. Oll sósíalísku löndin fögnuðu þessum aðgerðum indversku sam- bandsstjórnarinnar. Sömuleiðis flest Asíu- og Afríkuríki, en aðeins 3 mótmæltu: Pakistan, Tyrkland og Iran, meðlimir Cento og SEATO. Vesturveldin höfðu aldrei sagt orð gegn nýlendukúgun Portúgala á Indlandi. En nú mótmæltu þau endalokum kúgunar- innar. I Öryggisráðinu reyndu þau að fá framgengt vopnahlésfyrir- mælum, þ. e. fá óbreyttu ástandi viðhaldið, en Sovétríkin heittu neitunarvaldi sínu. Á útifundi í Delhi 24. des., sem haldinn var af Pjóðþingsflokknum, Praja-sósíalistum, kommúnistum, Þjóðnefnd-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.