Réttur


Réttur - 01.06.1962, Side 73

Réttur - 01.06.1962, Side 73
VIÐSJA Franskar hctjur i Algier. Nú þegar þjóðin í Algier er að öðlast stjórnfrelsi sitt eftir aldar nýlendukúgun og sjö ára frelsisstríð, — nú þegar samvizkulausir erindrekar franska imperialismans, fasistar O.A.S., fremja síðustu níðingsverk auðvaldskúgaranna frönsku á algierskri grund, — þá er vert að minnast þess að það eru líka franskir menn, sem barizt hafa sem hetjur við hlið Serkja, fyrir frelsi Algier. Franski Komm- únistaflokkurinn hefur frá upphafi slaðið ótrauður við hlið serk- neskrar alþýðu í frelsisbaráttu hennar gegn frönsku nýlendukúgun- inni, er studd hefur verið af herstyrk Atlantshafsbandalagsins alla tíð. Við skulum minnast hér tveggja af þessum frönsku hetjum í frelsisbaráttu Serkja. Maillot liðsforingi var sonur fransks verkamanns í Algier, með- limur í Kommúnistaflokki Algier. I marz 1956 fór hann brott úr franska kúgunarhernum með vörubíl fullan af vélbyssum og öðrum vopnum til þjóðfrelsishersins. Nokkrum vikuin síðar birtist bréf frá honum í frönskum blöðum. Auðvaldsblöðin höfðu auðvitað öskrað um „landráð". En Maillot reit: „Þegar þjóð Algier rís upja gegn nýlenduokinu, þá ber mér að skipa mér í fylkingu þeirra, er frelsisstríðið heyja. Þegar ég tryggi bræðrum mínum, þjóðfrelsis- her Algier, vopnin, sem þeir þarfnast, þá er ég að þjóna landi mínu, líka hinum blekktu verkamönnum af evrópskum kynstofni." Maillot barðist einn mánuð í þjóðfrelsishernum. Þá var hann tekinn til fanga ásamt fleiri frelsisliðum af frönskum og serkneskum stofni. Frakkarnir þekktu hann ekki. Fangarnir voru afhentir her- lögreglu. „Yfirheyrslurnar fóru fram með venjulegum liætti franskra fasista Atlantshafsbandalagsins: Spörk, hnefahögg, barsmíðar.“ — Evrópumaður, sem var viðstaddur og þekkti Maillot, en sagði ekki til hans, lýsir svo síðustu mínútunum: „Efri liluti líkamans var nakinn. Hann kraup á gólfinu, beit sam- an tönnunum, neitaði að tala. Síðan sagði liðsforingi herlögregl-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.