Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 75

Réttur - 01.06.1962, Page 75
R E T T U H 187 húsanna í blóði drifnum fötum og verksmiðjuverkamenn með húfur sínar og leðurjakka. Það voru fáir lögreglumenn meðfram líkfylgdinni, — þeir, sem gengu þar, sáu sjálfir urn löggæzlu.“ (Evening Standard 13.2). Verkalýður Parísar er vanur því kynslóð fram af kynslóð jafnt að berjast við burgeisa sína sem og að sjá um röð og reglu sjálfur, er hann sýnir mátt sinn í samfelldum göngum. Arin 1848, 1871, 1934 nægja til að minna á mátt lians, tryggð og aga. Jafnvel harð- vítugustu afturhaldsblöð komast ekki hjá að viðurkenna þessar stað- reyndir. Ilér er lýsing Daily Express á nefndri jarðarför, frá 14. febrúar 1962: „Dagurinn var mikill sigur fyrir kommúnistana, — það er enginn efi á því. Skipulag þeirra var frámunalega gott. Lögreglan liafði sagt af sér — horfið. Það var alveg ótrúlegt. Þessi stórfenglega líkfylgd gengur þvert í gegnum hjarta Parísar — og það sést aldrei lögregla. I þess stað var það slagsmálalið(!!) kommúnista, kurteisir en vissulega mjög einbeittir menn, sem stjórnuðu öllu saman, sögðu fólki hvað það ætti að gera og hvar það ætti að vera, og allir hlýddu þeint .... Líkfylgdin hafði óskapleg áhrif.“ Bandarískt auðmagn í Evrópu. Dollarinn er í krafti hervalds Bandaríkjanna skráður hærra en efni standa til. 1 krafti þeirrar röngu skráningar er hagkvæmt fyrir ameriskt auðvald að flytja út fé sitt til Evrópu og reisa þar fyrir- tæki. Þau gefa þar betri gróða, t. d. árið 1959 að meðaltali 13% gróða í Vestur-Evrópu, en aðeins ca. 10% í Bandaríkjunum. Á árunum 1955 til 1959 óx fjárfesting Bandaríkjaauðvaldsins í Vestur-Evrópu um 2300 milljónir dollara eða um 80%. Árið 1960 óx fjárfestingin upp í 6400 milljónir dollara eða um 20% meir en 1959. Svipuð aukning mun hafa orðið 1961. Það eru sem stendur 3000 af 500.000 bandarískunt hlutafélögum, sem flylja út fjármagn. En það eru aðeins 200 auðfélög, sem fá 57% af öllum gróðanum í Bandaríkjunum sjálfum. Og það eru þessi 200 auðfélög, sem standa að 90% af allri fjárfestingu Banda- ríkjaauðvaldsins erlendis. En vald þessa ameríska auðvalds er nú þegar að dala. Auðvalds- lönd Vestur-Evrópu fara nú fram úr Bandaríkjunum í vexti fram- leiðslunnar. Fyrstu árin eftir stríð var iðnaðarframleiðsla Banda- ríkjanna 60% af iðnaðarframleiðslu auðvaldsheimsins. En nú er hún aðeins 48%. — Dollarinn er orðinn tæpur. Gullforði Banda- ríkjanna lnaðminnkar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.