Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 1
RÉTTUR
TÍMARIT U M TJÓÐFÉLAGSMÁL
5.-6. HEFTI 45. ÁRG. • 1962
Ritstjóri: Einar Olgcirsson.
Ritnejnd: Asgeir Bl. Magnússon, Björn Jónsson, Gísli Ásmundsson,
Magnás Kjartansson, Þór Vigjússon.
ÞRÆLDÓMSHÚSIÐ
Stefna ríkisstjórnarinnar veldur því að auðvaldsskipu-
lagið, með þeirri óstjórn, sóun og kúgun, er einkennir það,
er að komast í algleyming á íslandi.
Ríkisstjórnin er með efnahagsstefnu sinni að gera lýð-
veldið að þrældómshúsi. Með svipu gengislækkunarinuar í
annarri hönd og gerðardómslög í hinni, hefur auðmanna-
stéttin skapað slíkt ástand, að vinnuþrældómur er nú lengri
á Islandi en í nokkru öðru landi Evrópu. Barnavinna hefur
farið svo í vöxt, að meira að segja í verksmiðjum er farið
að láta börn vinna, þótt slíkt sé bannað með lögum og tíðkist
ekki í neinum menningarlöudum.
Orsökin til vinnuþrældómsins er annars vegar sú launa-
lækkun, sem ríkisstjórnin knúði fram með gengislækkun og
dýrtíð, — kauphækkanirnar liafa ekki náð helmingnum af