Réttur


Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 53

Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 53
R E T T U R 245 Að vísu hafa Vestur-Þjóðverjar sem stendur nokkurt forskot í framleiðslu gervi- og plastefna, en öll líkindi benda til þess að það breytist einnig innan skamms. Til sönnunar þeirri staðhæfingu má benda á 43. hagfræðiyfirlit vestur-þýzka hagfræðiritsins „Der Volks- wirt“. Þar stendur á bls. 49: „Austur-Þýzkaland á mjög verulegan þátt í heimsframleiðslu efnaiðnaðarins og er í hópi hinna þýðingar- mestu framleiðenda á köfnunarefnissamböndum, gerviefnum, gervi- gúmmí og iðnaðarefnum. I framleiðslu á kalsíumkarbíd eru þeir jafnvel fremstir í heimi. Enda þótt sambandslýðveldið hafi þrisvar sinnum fleiri íbúa en Austur-Þýzkaland er vestur-þýzki efnaiðnaður- inn aðeins tvöfaldur á við þann austur-þýzka. Það þýðir að Austur- Þýzkaland er þróaðra á sviði efnaiðnaðar en Vestur-Þýzkaland." Þarna er viðurkennt að efnaiðnvæðingin liafi gengið ver í hönd- um einokunarhringanna, þótt ekki væri minnzt einu orði á efnaiðn- byltinguna í Austur-Þýzkalandi sem fer í hönd með framkvæmd efnafræðiáætlunarinnar. A sama tíma má búast við samdrætti í vestur-þýzka efnaiðnaðinum vegna óseljanlegra offramleiðslu- birgða, sem safnazt hafa þar fyrir, t. d. af vefnaðarvöru. Að vísu reyna eigendur IG Farben að sporna við þessari þróun með aukinni hlutdeild í hervæðingunni og ná sér þannig í gervi- markað þá kaupgetu almennings á neyzluvörum þrýtur. T. d. hafa þeir byrjað framleiðslu á eiturgasi og bakteríubombum á nýjan leik. Framleiðslu á sprengiefnum og eldsneyti fyrir eldflaugar hafa þeir stóraukið. Enn fremur höfðu þeir nána samvinnu við franska „Kuhhnannauðhringinn" við smíði og sprengingu Sahara-sprengj- unnar. I Vestur-Þýzkalandi hefur efnaiðnaðarauðvaldið þegar komizt til sömu valda á sviði efnahags- og stjórnmála og fyrir stríð. Hand- bendi þess sitja nú í mjög þýðingarmiklunr stöðum stjórnarinnar þar og róa nú að því öllum árum að IG Farben fái að koma á stofn eigin kjarnavopna framleiðslu á vestur-þýzkri grund. 1 Austur-Þýzkalandi er efnaiðnaðurinn í almenningseign og að- eins nýttur til friðsamlegra nota. Hann þekkir ekki samdrátt eða stöðnun. Aukin framleiðsla þar þýðir ekki kreppu og truflun jafn- vægis milli framboðs og eflirspurnar, heldur aukna kaupgetu al- mennings og þar með aukna eftirspurn en útrýmingu fátæktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.