Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 75
R E T T U U
267
Menningin til handa allri þjóðinni.
I Rússlandi íyrir byltinguna naut aðeins þriðji hluti barna á
skólaskyldualdri skólavistar. Framhaldsskóiar eða menntaskólar,
sem kallaðir voru, voru fáir og þjónuðu aðeins börnum forréttinda-
stéttanna. Októberbyltingin opnaði allri ungu kynslóðinni dyrnar
til frœðslu, öllum börnum verkamanna og bænda.
Arið 1930 var lögleidd fjögra bekkja ókeypis skólaskylda í Ráð-
stj órnarríkj unum.
Árið 1962 var lokið við að leiða i gildi allsherjar átta bekkja
skólaskyldu. Um þessar mundir eru meira en 40 milljónir barna í
hinum almennu skólum, og er það fjórfalt á við það, sem var fyrir
byltinguna.
I öllum sambandslýðveldum, sjálfstjórnarlýðveldum, sjálfstjórn-
arumdæmum og sjálfstjórnarsvæðum fer kennsla í barnaskólum og
framhaldsskólum fram á þjóðtungum ldutaðeigandi þjóða.
*
Æðri menntastofnanir í Ráðstjórnarrikjunum eru nú 731 að iölu,
en voru 105 fyrir byltinguna. Tala stúdenta er nú rétt innan við
þrjár milljónir, en nam 127 þúsundum árið 1913. Tala sérgreindra
tækniframhaldsskóla hefur aukizt úr 450 í 3416 og tala nemenda í
slíkum skólum úr 54.000 í 2,7 milljónir.
1 Ráðstjórnarríkjunum eru stúdentar 120 á hver 10 þúsund íbúa,
en aðeins 106 í Bandaríkjunum, 41 í Frakklandi, 34 í Vestur-Þýzka-
landi og 29 í Bretlandi. Fyrir byltinguna var tala stúdenta í Rúss-
landi aðeins 8 á liver 10 þúsund íbúa.
Meira en 120.000 verkfræðingar eru útskrifaðir árlega úr æðri
skólum Ráðstjórnarríkjanna, en það er þreföld tala verkfræðinga,
sem útskrifast árlega í Bandaríkjunum.
Ráðstjórnarrikin hafa heimsforystu i visindum.
Vísindi liins sósíalska lands hafa tekið gífurlegum framförum á
tímabili ráðstjórnar. Landið er nú komið í forystustöðu í heiminum
í þessum efnum. Uppgötvanir þess bæði á jörðu og úti í geimnum
eru melnaðarefni alls hins framfarasinnaða hluta mannkynsins.
Fyrir 1917 var aðeins til ein æðri vísindastofnun í llússlandi, —
Rússneska vísindaakademið. Á ráðstjórnartímabilinu hafa bætzt
við Vísindaakademi Ráðstjótnarríkjanna þjóðleg vísindaakademi í
14 lýðveldum: Ukraínu, Hvíta-Rússlandi, Grúsíu, Armeníu, Azer-