Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 42
234
K É T T U H
landbúnaðinum, eignanámi á jörðum kirkna og gósseigenda, skipt-
ingu þeirra milli jarðlausra bœnda, og livers konar tæknilegri að-
stoð við bændur.
Þá var og lagt til að koma upj:> iðnaði, er ynni úr hráefnunum í
landinu sjálfu, byggja hafnir, koma upp innlendum skipastóli, efla
fiskveiðar og verzlun, ekki sízt við lönd sósíalismans. — Lagt var
til að taka erlend lán í þessu skyni, en án allra pólitískra og hern-
aðarlegra skuldbindinga.
Sumar af þessum lillögum gat síðar að finna í fimm ára áætlun
þeirri um þróun landsins, sem forseti lýðveldisins, Makarios erki-
biskup lagði fram í ágúst 1961. Var það fyrsta tilraun til að búa
til áætlun um atvinnuþróun eyjarinnar, þótt ýmislegt mætti að
henni finna. Studdi flokkurinn því að framkvæmd áætlunarinnar,
en gagnrýndi eðlilega um leið það sem ábótavant var. Aðalgallarnir
voru að í iðnaðarþróuninni var allt byggt á einkarekstri, en ríkis-
rekstur vanræktur. Og í landbúnaðinum var ekki horfið að uppskipt-
ingu stórjarðanna milli bænda.
AKEL lagði til að tvöfalda tekjuskatt á erlendu auðféiögunum
og stíga fyrstu skrefin til þjóðnýtingar námanna.
Samvinnuhreyfing er útbreidd bæði meðal neytenda sém og í
landbúnaðarframleiðslu. En fimmáraáætlunin vanrækir að gera ráð-
stafanir til eflingar liennar.
En höfuðgallinn er þó að ýtt er undir fjárfestingu erlendra auð-
félaga. Þannig er nýrri nýlendukúgun opnuð leið, áður en búið er
að útrýma afleiðingum þeirrar gömlu. Það gæti leitt til sjálfsmorðs
þjóðfrelsisins.
AKEL tók skýra afstöðu í þessu máli með svohljóðandi sam-
þykkt: „Það er þúsund sinnum betra að taka erlend lán án nokkurra
pólitískra eða hernaðarlegra skuldbindinga og nota þau iil þróunar
iðnaði og landbúnaði, en að leyfa fjárfestingu erlends einokunar-
auðmagns.
Kýpur hafa staðið til boða lán og aðstoð frá Sovétrikjunum án
allra skilyrða. Ríkisstjórninni hefur enn ekki skilizt gildi slíks sam-
starfs, en það verður æ skýrar að eigi fimm ára áætlun að takast
þá þarf að koma slíku samslarfi á.“
Pólitísku vandamólin.
Hið unga lýðveldi á við mörg erfið pólitísk vandamál að glíma.
Hin alvarlegustu eru: 1) hernaðarítök heimsvaldasinna á eynni og