Réttur


Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 24

Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 24
216 II E T T U It Hver sú ríkisstjórn, sem ætlar sér að tryggja velferð Islendinga, verður að taka upp áætlanagerð um þjóðarbúskapinn að sósíaliskri fyrirmynd, að minnsta kosti hvað jjárjestinguna snertir. Ein orsök þess að þjóðarframleiösla vor óx hægt 1950 til 1960 var einmitt sú að engin slík skipulögð fjárfesting var framkvæmd, heldur allt látið vera komiÖ undir geðþótta einstaklinganna, nema livað Alþýðu- bandalagið beitt sér fyrir miklum báta- og skipakaupum í vinstri stjórninni og öðrum framkvæmdum, sem uku atvinnu og fram- leiðslu, en Framsókn kom hins vegar í veg fyrir heildarskipulagn- ingu fjárfestingarinnar. Hin hraða aukning framleiðslutækja 1946 til 1950 stafaði hins vegar af áætlanagerð nýsköpunarstjórnarinnar og framkvæmd hennar. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa ár eftir ár flutt frumvörp á alþingi um þetta efni. í því frumvarpi, er flutt var á þinginu 1961—62, var svo fyrir mælt í 7. gr. á hvað leggja skyldi höfuðáherzlu á skeiði fyrstu 10 ára áætlunarinnar: „Áætlunarráð skal við gerð fyrstu 10 ára áætlunarinnar liafa þá höfuðstefnu, er hér segir: Á fyrri hluta þessa tímabils skal einbeita sér að því að koma á sem mestri fullvinnslu sjávarafurða og landbúnaðarafurða og annarra hráefna og afurða íslenzkra með það fyrir augum, að þjóðin megi verða iðnaðarþjóð, er flytur framleiðslu sína fullunna úr landi. Samtímis skal efla þá atvinnuvegi, er fyrir eru, og stuðla að uppkomu nýrra atvinnutækja, er ætla má að liafi heilbrigðan grundvöll. A fyrra hluta tímabilsins skal undirbúa áætlanir um að framkvæma á síðari hluta tímabilsins stórvirkjun fallvatna og rannsaka til hlítar, hvers konar iðn- aði í allstórum stíl yrði bezt upp komið á því skeiði til hagnýtingar rafork- unnar, þannig að slík fyrirtæki séu í senn undir yfirráðum íslendinga, hag- nýti vinnuafl og fjármagn haganlegast í þágu þjóðar og einstaklinga og hægt sé um leið að tryggja sem allra mesta sölu á framleiðslu þeirra úr landi til langs tíma, svo að áhætta þjóðarinnar verði sem minnst. Áætlungrráð skal setja sér það sem mark að vinna að, að framleiðsia þjóÖar- innar vaxi að raunhæfu verðmæti um 10% á ári að meðaltali á næstu 10 árum.“ í Þjóðviljanum 5. júlí 1961 hafði ég í grein undir fyrirsögninni „Vinnandi stéttirnar jmrja að mynda jijóðjyUángu 1 slendinga“, gert svohljóðandi nánari grein fyrir hugsanlegu inntaki fyrstu 5-ára áætlunarinnar, er rakið var hverja stefnu ríkisstjórn þjóðfylkingar þyrfti að taka um nýsköpun þjóðfélagsins og einkum atvinnulífsins: „NÝSKÖPUN ÞJÓÐFÉLAGSINS á grundvelli samvinnu og sameignar þjóð- arinnar með nœgu olnbogarými jyrir allan einkarekstur í þjóðar þágu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.