Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 69
Ií E T T U H
261
um. Innlend borgarastétt ber oft kápuna á báðum öxlum og er ó-
stöðug í rásinni. Kemur þetta í ljós með ýmsu móti í þessum löndum.
Verkalýðsstéttin gerist æ umsvifameiri, einkum verkalýðsfélögin í
Afríku. Það verður æ brýnni nauðsyn að stofna kommúnistaflokka
í þeim löndum sem þeir eru ekki starfandi.
4. Stefna kommúnista.
Ályktun fulltrúafundar 81 kommúnista- og verkalýðsflokka og
hin nýja stefnuskrá Koinmúnistaflokks Sovétríkjanna liafa skýrt
og skilmerkilega tekið fram um helztu nýju einkenni nýlendustefn-
unnar.
Stefnuskrá Kommúnistaflokks Sovétríkjanna bendir á þrjár teg-
undir þjóða, sem berjast fyrir frelsi gegn heimsvaldastefnu:
„Þjóðir þær sem eru að brjóta af sér fjötra nýlendustefnunnar
hafa öðlazt mismikið frelsi. Margar þeirra hafa stofnað þjóðríki og
berjast nú fyrir efnahagslegu og varanlegu pólitísku sjálfstæði. Al-
menningur í löndum, sem hlotið hafa formlegt sjálfstæði en eru í
rauninni háð erlendum auðhringum stjórnmálalega og efnahagslega,
er að rísa til sóknar gegn heimsvaldastefnu og innlendum afturhalds-
stjórnum sem styðja heimsvaldastefnuna. Þjóðir þær sem ekki hafa
enn brotið ldekki nýlendukúgunar heyja hetjulega baráttu gegn
erlendum kúgurum sínum.“
Alyktun fulltrúanna frá 81 kommúnista- og verkalýðsfl. 1960
benti á hin hagstæðu tækifæri þjóðfrelsishreyfingarinnar lil að
stofna sjálfstæð þjóðríki. Höfuðeinkenni þeirra yrðu þessi: (1)
stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði gagnvart heimsvaldasinn-
um; (2) barátta gegn hernaðarbandalögum og erlendum herstöðv-
um; (3j barátta gegn nýjum aðferðum nýlendudrottnunar og íhlut-
un heimsvaldasinna; (4) efling lýðræðis og lýðréttinda; (5) lýð-
ræðislegar og félagslegar endurbætur, þar á meðal nauðsynlegar
umbætur í landbúnaði.
Stofnun óháðra þjóðvelda er sú leið sem þjóðfrelsishreyfingin
verður að fara. Til þess verður að sameina fulltrúa frá hinni þjóð-
legu borgarastétt, menntamenn og smáborgara í borg og bæ. Verka-
lýðurinn, sem byggir á hagfræðikenningum Marx og Lenins, verður
að vera forustusveitin og bandalag verkalýðs og bænda.
Þá hvílir einkum mikil skylda á herðum konnnúnistaflokka og
fjöldahreyfingu verkalýðs og alþýðu í nýlenduveldunum til að efla og