Réttur


Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 49

Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 49
R E T T U R 241 ársins 1961 um 3 milljarða marka miðað við 1958 með því að nýta betur þau framleiðslutæki, sem fyrir hendi eru. Enn fremur verður nýtízku jarðolíuefnaiðnaði komið á stofn. Fram til ársins 1965 verður framleiðsla efnaiðnaðarins tvöfölduð miðað við 1958. Hér er ekki um neitt smáátak að ræða eins og sjá má á því að 1958 voru Austur-Þjóðverjar þeir sjöundu í röðinni í heimsfram- leiðslu efnaiðnaðarins. Miðað við fólksfjölda voru þeir jafnvel í öðru sæti á eftir USA. Sú spurning kann að vakna hvort Austur- Þjóðverjar séu ekki hér með að reisa sér hurðarás um öxl. Álit sérfræðinga sannar þó hið gagnstæða. Til dæmis lét próf. dr. Nelles, forstjóri „VEB Chemische Werke, Buna“, svo um mælt, að með því að skipuleggja enn betur fjárhagshliðina væri jafnvel unnt að fara fram úr áætluninni. Framkvæmd efnafræðiáætlunarinnar þýðir stórbyltingu á sviði atvinnulífs og lífskjara Austur-Þjóðverja. Eins og aðrar byltingar mun hún kosta mikil átök, en hin hraða og markvissa uppbygging í Austur-Þýzkalandi síðustu árin sannar þó áþreifanlega, að þeir eru þeim átökum vaxnir. * Eins og áður var á drepið, binda Austur-Þjóðverjar miklar vonir við hina ungu grein efnafræðinnar, jarðolíuefnaiðnaðinn. Á síðustu árum hefur tekizt að framleiða gerviefni úr jarðolíu, sem áður voru aðallega unnin úr kolum. Reynslan hefur sýnt að jarðolían er til þeirra lduta miklu henlugri en kol. I fyrsta lagi er flutningskostn- aður á olíu mun lægri en á kolum. í öðru lagi er framleiðslurásin miklu styttri ef unnið er úr jarðolíu. í þriðja lagi nýtist jarðolían u. þ. b. 6,5 sinnum betur til gerviefnaframleiðslu en brúnkol og í fjórða lagi er miklu auðveldara að koma við sjálfvirkni í jarðolíu- efnaiðnaðinum. I nýtizku gerviefnaverksmiðju, sem ynni úr iarð- olíu, þyrfti á að gizka einn mann til þess að framleiða jafnmikil verðmæti og 16 menn gætu framleitt í samsvarandi verksmiðju jneð brúnkol sem hráefni. Þessi tækniþróun mun stórauka fratnleiðslu- getu efnaiðnaðarins og samtímis vega upp á móti þeirri rýrnun á vinnukrafti, sem óhjákvæmilega hlýtur að eiga sér stað á næstu ár- um hér í landi. Á stríðsárunum voru nefnilega barnsfæðingar jnjög fátiðar í Þýzkalandi. Afleiðing þess fer senn að koma fram. Þannig verða t. d. árið 1965 u. þ. b. 650.000 manns færra á vinnufærum aldri og 450.000 manns fleira á eftirlaunum en árið 1959. í sjö ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.