Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 49

Réttur - 01.09.1962, Page 49
R E T T U R 241 ársins 1961 um 3 milljarða marka miðað við 1958 með því að nýta betur þau framleiðslutæki, sem fyrir hendi eru. Enn fremur verður nýtízku jarðolíuefnaiðnaði komið á stofn. Fram til ársins 1965 verður framleiðsla efnaiðnaðarins tvöfölduð miðað við 1958. Hér er ekki um neitt smáátak að ræða eins og sjá má á því að 1958 voru Austur-Þjóðverjar þeir sjöundu í röðinni í heimsfram- leiðslu efnaiðnaðarins. Miðað við fólksfjölda voru þeir jafnvel í öðru sæti á eftir USA. Sú spurning kann að vakna hvort Austur- Þjóðverjar séu ekki hér með að reisa sér hurðarás um öxl. Álit sérfræðinga sannar þó hið gagnstæða. Til dæmis lét próf. dr. Nelles, forstjóri „VEB Chemische Werke, Buna“, svo um mælt, að með því að skipuleggja enn betur fjárhagshliðina væri jafnvel unnt að fara fram úr áætluninni. Framkvæmd efnafræðiáætlunarinnar þýðir stórbyltingu á sviði atvinnulífs og lífskjara Austur-Þjóðverja. Eins og aðrar byltingar mun hún kosta mikil átök, en hin hraða og markvissa uppbygging í Austur-Þýzkalandi síðustu árin sannar þó áþreifanlega, að þeir eru þeim átökum vaxnir. * Eins og áður var á drepið, binda Austur-Þjóðverjar miklar vonir við hina ungu grein efnafræðinnar, jarðolíuefnaiðnaðinn. Á síðustu árum hefur tekizt að framleiða gerviefni úr jarðolíu, sem áður voru aðallega unnin úr kolum. Reynslan hefur sýnt að jarðolían er til þeirra lduta miklu henlugri en kol. I fyrsta lagi er flutningskostn- aður á olíu mun lægri en á kolum. í öðru lagi er framleiðslurásin miklu styttri ef unnið er úr jarðolíu. í þriðja lagi nýtist jarðolían u. þ. b. 6,5 sinnum betur til gerviefnaframleiðslu en brúnkol og í fjórða lagi er miklu auðveldara að koma við sjálfvirkni í jarðolíu- efnaiðnaðinum. I nýtizku gerviefnaverksmiðju, sem ynni úr iarð- olíu, þyrfti á að gizka einn mann til þess að framleiða jafnmikil verðmæti og 16 menn gætu framleitt í samsvarandi verksmiðju jneð brúnkol sem hráefni. Þessi tækniþróun mun stórauka fratnleiðslu- getu efnaiðnaðarins og samtímis vega upp á móti þeirri rýrnun á vinnukrafti, sem óhjákvæmilega hlýtur að eiga sér stað á næstu ár- um hér í landi. Á stríðsárunum voru nefnilega barnsfæðingar jnjög fátiðar í Þýzkalandi. Afleiðing þess fer senn að koma fram. Þannig verða t. d. árið 1965 u. þ. b. 650.000 manns færra á vinnufærum aldri og 450.000 manns fleira á eftirlaunum en árið 1959. í sjö ára

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.