Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 14
V. SMOLJANSKI :
Sósíalisminn og alheimurinn
rt tiletni af hinu heimsfræga geimflugi ])eirra A. Nikolajev
og P. Popovitsj, ritar V. Smoljanskí, umsagnari fréttajjjónust-
unnar „Novosti Press“ eftirfarandi :1
Þessi orð — sósíalisminn og alheimurinn — eru nú margendur-
tekin í heimsblöðunum. Þau heyrast á ýmsum lungumálum og mál-
lýzkum á öllum útvarpsbylgjulengdum. Sumir, og reyndar mjög
margir, tengja þessi orð hvort öðru, gera sér Ijóst, að uppspretta
vísinda- og tækniafreka hinnar sovézku þjóðar er hin djúpstæðasta
þjóðfélagsbylting, sem gerð hefur verið. Aðrir, áróðutsmenn and-
kommúnismans og ýmsir hátt settir stjórnmálafulltrúar vestursins,
reyna að telja almenningi heims trú um, að geimferðamál séu í mjög
litlum tengslum við þjóðfélagsmálin á jörð vorri. „0, nei,“ segja
þeir, „það var ekki sósíalisminn, ekki hið nýja þjóðfélagsskipulag,
ekki umbreytingin á sviði efnahags- og menningarmála undir leið-
sögn kommúnista, sem varðaði leiðina að geimfararafreki Andríans
Nikolajevs og Pavels Popovitsj.“
Þessi söngur er svo sem ekki nýr. Hann hefur verið sunginn í
heldur dapurlegum tón af mörgum vestrænum fréttaskýrendum og
umsögnurum allt frá þeim minnisverða degi, er fyrsta gervitungl
jarðar, sent á loft af sovétþjóðinni, boðaði upphaf geimferðaaldar.
En staðreyndir eru harðar í horn að taka. Þær segja sem svo:
Aðeins land, sem er háþroskað í iðnaði og yfirleitt á efnahagssvið-
inu, getur framleitt svona gífurlega margbrotin geimskip. Aðeins
land með háþroskað framleiðslukerfi er fært um að koma hinum
furðulega firrðmælitækjum og öðrum slíkum vísindagögnum á
geimbraut. Slíkt er aðeins á færi lands, sem hefur á að skipa fjöl-
mennum her framúrskarandi vísindamanna, sérmenntaðra verkfræð-
inga og vel kunnandi tæknifræðinga og verkamanna.
Og enda þótt Ráðstjórnarríkin hafi ekki ennþá náð Bandaríkjun-
um, auðugasta landi heimsins, að því er varðar ýmsar sérgreinar
efnahagslífsins, eru þau húin að taka forystuna í mikilvægustu grein-
um nútímavísinda og verkfræða. Land sósíalismans sannar á óyggj-
andi hátt yfirhurði sína, einnig að því er varðar þróunarhraðann,