Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 56
248
RETTUH
Það kostar áratuga baráttu efnaminna fólks og stjórnmálasam-
taka Jiess að útrýma einni meslu smán stéttajjjóðfélagsins, þeirri
að veikum Jjegnum Jjess sé mismunað eftir efnahag. Frá sjónarmiði
láglaunafólks eru hlunnindi frá sjúkratryggingakerfi augljóst hags-
muna- og öryggismál. J3að greiðir föst afgjöld cil sjúkratrygginga,
auk þess sem það greiðir þeim óbeint með sköttum sínum iil hæja
og ríkis.
A upphafsárum sjúkrasamlags í Reykjavík var hinum efnameiri
gert að greiða samlagsgjöld eins og láglaunafólki. Þeir nutu liins
vegar ekki hlunninda frá tryggingakerfinu, sem réttilega var skoðað
sem vörn hinna efnaminni í veikindum. Þeir sem betur komust af
í þjóðfélaginu urðu að greiða læknishjálp réttu verði, þ. e. a. s. sam-
kvæmt töxtum læknafélaganna. Svo líða nokkur ár, og hinir efna-
meiri fá full réttindi og hlunnindi án þess að greiða meira afgjald
til sjúkratrygginganna en láglaunafólk.
Fyrir 25 árum hefði Jiað ekki Jjótt neitt réttlæti, að ríkir og fá-
tækir sætu við sama borð í þessum efnum.
Hér er ágætt dæmi um „réttlæti" þessa íslenzka veikindasósíal-
isma:
Verkamannshjón með 50 þúsund króna árstekjur greiða eitl
þúsund krónur til samlags eða tvö prósent af árslekjum. Hjón með
200 þúsund kr. árstekjur greiða einnig 1.000 kr. eða háljt prósent
aj árstekjum.
Menn liljóta að spyrja, hvort ekki megi hæta hag tryggingakerfis-
ins með Jjví að breyta kjörum hátekjufólks þannig, að jjað greiði
afgjöld í hlutfalli við tekjur. Jú, vissulega ætti að breyta Jreim, •—
en það fæst ekki fram nú, er fulltrúar hátekjumanna ráða öllu um
þessi mál.
Afleiðingin af þessu „jafnrétti" ríkra og fátækra verður sú, að
kostnaðurinn við læknisjjjónustu leggst með meiri Jjunga á lág-
launafólk.
Með vel reknu sjúkratryggingakerfi er án efa hægt að skapa
sterkan grundvöll undir góða nútima læknisþjónustu. Margir Jiættir
hennar verða því aðeins framkvæmdir að félagsleg fjárframlög komi
til. Þannig er t. d. um þá tegund læknisjjjónustu, sem felst í barna-
vernd, almennu heilbrigðiseftirliti og ráðstöfunum lil að girða fyrir
sjúkdóma, svo sem bólusetningu. í þessu sambandi má minna á
það ástand, sem skapaðist í skólunum, strax og hætt var að greiða
tanneftirlil og tannviðgerðir barna að fullu af opinberu fé.