Réttur


Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 55

Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 55
R É T T U R 247 hið opinbera tryggingakeríi og þá fyrst og fremst yfirstjórn þess, sjálfa ríkisstjórnina. I þeirri launadeilu notaði ríkisstjórnin sjúkratryggingakerfið sem tæki til að framkvæma kjaraskerðingarstefnu sína. Hún reyndi í lengstu lög að hindra nauðsynlegar hækkanir á greiðslu fyrir læknisþjónustu, þótt augljóst væri og tölfræðilega sannað, að geng- islækkanirnar kæmu harðar niður á læknum en flestum öðrum starfshópum í landinu. I’að fer ekki milli mála, að með þessu atferli ríkisvaldsins var tryggingakerfiö herfilega misnotað til að grafa undan læknisþjónustunni. Þetta gerðist samtímis því og koma átti í kring ákveÖnum skipu- lagsbreytingum, sem læknar höfðu gert tillögur um í því skyni að bæta Iæknisþjónustuna, en ollu nokkuð auknum tilkostnaði við hana. Það tók lækna sex mánaða átök við ríkisvaldið að fá fram við- unandi samninga um kjör þeirra, sem vinna við almenna læknis- þjónustu og sérfræðileg störf utan sjúkrahúsa. Með þessum sigri tókst læknum að tryggja í bili, að læknisþjónusta utan sjúkrahúsa biði ekki hnekki við kjaraskerðingarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Þó er ekki um að ræða nema hálfan sigur. Sjúkrahúslæknar búa enn þá við smánarkjör launalaganna. En það þýðir, að þeim er ekki kleift að nota alla starfsorku sína í þágu sjúklinga sinna á sjúkra- húsunum, heldur eru lilneyddir að auka við tekjur sínar með auka- störfum utan sjúkrahúsanna. Það er næsta verkefni lækna í launamálum að kippa þessu í lag. Sjúklingar á sjúkrahúsum eiga ekkert minna skilið en alla og óskipta starfsorku þeirra lækna, sem á sjúkrahúsum starfa. Læknar, sem inna af hendi ákveðin sérfræðileg störf á sjúkrahúsum, ciga ekki að hafa öðrum hnöppum að hneppa. Það er skylda læknastétt- arinnar að þvinga heilhrigöisstjórnina iil að bæta úr þessu. Það er engin þörf á að fjölyrða urn nauÖsyn þess að læknar, utan og innan sjúkrahúsa, geti unniö störf sín án þess að fjárhags- áhyggjur nái að grafa undan starfsgetu þeirra og siöferöisþreki. Íslenzka þjóðin, sem elur við brjóst sér með allt að því móðurlegri umhyggju ótrúlega stóran hóp braskara og fjárplógsmanna, ætti að sjá sóma sinn í því að halda kjörum lækna viðunandi. Það er að vonum, að launafólki bregði illa við, er einhverjir aðilar taka að hóta því að leysa sjúkratryggingakerfið upp — vörn þess í veikindum. Og það á sízt von slíkra hótana frá læknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.