Réttur


Réttur - 01.09.1962, Page 55

Réttur - 01.09.1962, Page 55
R É T T U R 247 hið opinbera tryggingakeríi og þá fyrst og fremst yfirstjórn þess, sjálfa ríkisstjórnina. I þeirri launadeilu notaði ríkisstjórnin sjúkratryggingakerfið sem tæki til að framkvæma kjaraskerðingarstefnu sína. Hún reyndi í lengstu lög að hindra nauðsynlegar hækkanir á greiðslu fyrir læknisþjónustu, þótt augljóst væri og tölfræðilega sannað, að geng- islækkanirnar kæmu harðar niður á læknum en flestum öðrum starfshópum í landinu. I’að fer ekki milli mála, að með þessu atferli ríkisvaldsins var tryggingakerfiö herfilega misnotað til að grafa undan læknisþjónustunni. Þetta gerðist samtímis því og koma átti í kring ákveÖnum skipu- lagsbreytingum, sem læknar höfðu gert tillögur um í því skyni að bæta Iæknisþjónustuna, en ollu nokkuð auknum tilkostnaði við hana. Það tók lækna sex mánaða átök við ríkisvaldið að fá fram við- unandi samninga um kjör þeirra, sem vinna við almenna læknis- þjónustu og sérfræðileg störf utan sjúkrahúsa. Með þessum sigri tókst læknum að tryggja í bili, að læknisþjónusta utan sjúkrahúsa biði ekki hnekki við kjaraskerðingarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Þó er ekki um að ræða nema hálfan sigur. Sjúkrahúslæknar búa enn þá við smánarkjör launalaganna. En það þýðir, að þeim er ekki kleift að nota alla starfsorku sína í þágu sjúklinga sinna á sjúkra- húsunum, heldur eru lilneyddir að auka við tekjur sínar með auka- störfum utan sjúkrahúsanna. Það er næsta verkefni lækna í launamálum að kippa þessu í lag. Sjúklingar á sjúkrahúsum eiga ekkert minna skilið en alla og óskipta starfsorku þeirra lækna, sem á sjúkrahúsum starfa. Læknar, sem inna af hendi ákveðin sérfræðileg störf á sjúkrahúsum, ciga ekki að hafa öðrum hnöppum að hneppa. Það er skylda læknastétt- arinnar að þvinga heilhrigöisstjórnina iil að bæta úr þessu. Það er engin þörf á að fjölyrða urn nauÖsyn þess að læknar, utan og innan sjúkrahúsa, geti unniö störf sín án þess að fjárhags- áhyggjur nái að grafa undan starfsgetu þeirra og siöferöisþreki. Íslenzka þjóðin, sem elur við brjóst sér með allt að því móðurlegri umhyggju ótrúlega stóran hóp braskara og fjárplógsmanna, ætti að sjá sóma sinn í því að halda kjörum lækna viðunandi. Það er að vonum, að launafólki bregði illa við, er einhverjir aðilar taka að hóta því að leysa sjúkratryggingakerfið upp — vörn þess í veikindum. Og það á sízt von slíkra hótana frá læknum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.