Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 46
ÞORSTEINN FRIÐJÓNSSON:
Efnaiðnaður í Þfzkalandi
[Grein þessi er rituS af Þorsteini heitnum Friðjónssyni, stud.
chem., um áramótin 1960—61, en hann var |)á aff nema efnafræði
við háskólann í Leipzig í Austur-Þýzkalandi. Grein þessi á erindi
til Islendinga og hefur í engu misst gildi, þótt liðinn sé nokkur
tími, síðan hún var rituð. Einmitt sá þáttur efnaiðnaðar, sem
Þorsteinn lýsir hér sérstaklega -— jarðolíuefnaiðnaðurinn (petro-
chemi) — er mjög athugunarverður fyrir oss Islendinga, — olía
er eitthvert þægilegasta erlenda hráefnið til flutnings, ef hér ætti
að koma upp stóriðja, og rafmagn og vatn, sem Austur-Þjóð-
verjarnir eiga erfitt með, ætti ekki að þurfa að skorta hér.]
Efnaiðnaðurinn með sínum margvíslegu möguleikum verður með
hverju árinu æ þýðingarmeiri í öllum löndum heims. An hans fær-
um við á mis við ótrúlega marga hluti, sem annars eru mikill þáttur
í okkar daglega lífi t. d. sápur, filmur, skókrem, málningu, lökk og
benzín til að nefna eitthvað.
Fyrir nokkrum öldum voru slíkar vörur óþekktar. Efnaiðnaður
og vísindaleg efnafræði í nútíma skilningi voru enn ekki til. Iðnaðar-
greinar þeirra tíma voru nægjusamar og þörfnuðust ekki sérstaklega
nýrra efna til þess að vinna úr. Þekktir málmar, ásamt tré og leir,
fullnægðu fyllilega hráefnaeftirspurninni allt fram á 18. og 19. öld.
Síðar kom efnaiðnaðurinn til sögunnar og unnt varð að vinna úr
fleiri efnum náltúrunnar. Það ])arf talsvert hugmyndaflug til þess
að sjá samhengi milli perlonsokka, plastiks, benzíns og þeirra hrá-
efna, sem þessir hlutir eru unnir úr. Samt eru hráefni efnaiðnaðar-
ins ekki svo mörg, sem ætla mætti. Þau þýðingarmestu eru andrúms-
loftið, vatn, kalksteinn, matarsalt, jarðolía og kol.
Fyrstu efnafræðingar, sem um getur höfðu ekki mikla þekkingu
á eðli og samsetningu efnanna, en gerðu oft og tíðum handahófstil-
raunir til þess að búa eitthvað til, sem var af skornum skammti í
náttúrunni, en verðmælt. Af reynslu þessara fyrstu tilrauna áttuðu
menn sig þó á nokkrum grundvallarlögmálum efnafræðinnar, en
það leiddi aftur lil vísindalegri vinnubragða. Nú rak hver upp-