Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 58
R. P A L M E D U T T :
Nýjar aðferðir í nýlendumálum
og Brezka heimsveldið
IRajani Palme Dutt er einn af forustuinönnum brezka Komm-
únstaflokksins og hefur um langan aldur verið einn af allra
beztu stjórnmálarithöfundum bans. Hann er fæddur 1896, af
indversku bergi brotinn að nokkru, en móðir lians sænsk. Frá
l>ví 1921 hefur hann verið ritstjóri hins ágæta tímarits Labour
Monthly, sem mörgum Islendingum er að góðu kunnugt. Ilann
var einn af stofnendum brezka Kommúnistaflokksins 1920. Einna
frægust bóka hans er „India Today", er kom úl 1940 í Englandi,
en var þá bönnuð í Indlandi. 1947 kom hún hins vegar út þar
einnig. Hefur þessi bók síðan verið gefin út með nokkrum við-
bótum, en í heild er hún ein bezta söguleg og þjóðfélagsleg skil-
greining indverska þjóðfélagsins og brezkra yfirráða þar. Stytt
útgáfa af þeirri bók með viðbæti til útgáfuárs 1955 heitir „India
Today and Tomorrow". R. P. Dutt er gömlum lesendum Réttar frá
fornu fari að góðu kunnur.]
Frelsisbarátla nýlenduþjóðanna er komin á nýtt stig, sem og
mótaðgerðir heimsvaldasinna til að varðveita hrynjandi yfirráð
sín í nýlendunum.
1 bók minni, The Crisis of Britain and the British Empire
(1957), ritaði ég um hina nýju stefnu nýlendumála (Neo-Colonial-
ism), sem er fráltrugðin þeirri gömlu og dafnar þó samhliða henni:
„Upp á síðkastið hafa heimsvaldasinnar komið fram með nýjar
aðferðir, sem kalla mætti nýja stefnu í nýlendumálum, og beita
þeim í æ ríkara mæli“.
Þessar nýju aðferðir hafa tekið framförum síðan. Þriðja þing
Afríkuþjóðanna gerði merka ályktun um þær, og telur þær „mestu
hættuna, sem steðji að hinum ungu sjálfstæðu ríkjum Afríku og
þeim, sem eru í þann veginn að fá sjálfstæði“. Svipuð skilgrein-
ing kom fram í ályktun frá ráðstefnu hlutlausu ríkjanna í Belgrad
1961.
Vert er að athuga nánar þessar nýju aðferðir heimsvaldasinna
í nýlendumálum.