Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 27
u 1; t t u k
219
verksmiðjum, er gleypa rafmagn, sem þarf og lil annarra liluta, er
meira gefa í aðra hönd. — En auðvitað þarf ísland einnig að halda
fullu sjálfstæði í utanríkisverzlun sinni, til þess að geta þróað sinn
eigin innlenda iðnað.
lsland getur ekki aðeins framleitt síld og fisk, að gæðum bezlu
vöru sinnar tegundar, heldur og líka eftirsóttuslu „luxus“-vörur í
stórum stíl: humar, lax, rækjur, ál o. s. frv. — og framleitt það í
miklu ríkara mæli en ella með því að taka vísindin meir í þjónustu
sína. Það er máske táknrænt fyrir afstöðu mikils hluta horgarastétt-
arinnar til íslenzkrar framleiðslu að líklega er áhugi þeirra meiri
fyrir að veiða lax sem „sport“ en að hundraðfalda laxframleiðslu
og silungsframleiðslu á Islandi til útflutnings, með vísindalegum
klakaðferðum. Og má þó vissulega viðhalda laxveiði sem íþrótt og
tómstundaiðju Jrótt hið síðarnefnda sé ekki vanrækt.
En allir Jressir stórfenglegu möguleikar verða ekki hagnýttir,
nema öll þjóðin leggist á eitt og lyfti þessu grettistaki undir forustu
stórhuga, alþýðlegrar ríkisstjórnar samkvæmt vel gerðri áætlun.
Val þjóðarinnar nú er: Annað hvort tekur hún sjálf upp áætl-
unarbúskap og stjórnar hraðri og þjóðheillavænlegri Jiróun atvinnu-
lífs síns vitandi vits, sjálfstæð og einráð í landi sínu, — eða hún
gerisl leiksoppur erlendra auðrisa, sem henda fjöreggi hennar á
milli sín, og framkvæma eða framkvæma ekki þær fyrirætlanir, sem
þeir setja án þess að spyrja Islendinga, um atvinnuþróun á lslandi.
Gæti þá hvort heldur sem væri orðið ofan á: að ísland yrði gleypt
af framandi valdi og Islendingar réðu Jrví ekki meir — eða lsland
yrði útkjálkahreppur í stórveldi hins nýþýzka Efnahagsbandalags,
sem duglegasta fólkið streymdi burlu frá, af því kjörum almennings
væri baldið niðri með harðri hendi og aðeins einblínt á eitt: að
jmknast Jreim, sem hagnýta vilja landið sem herstöð og helzt vera
lausir við íslenzka ]>jóð á Islandi.
2. Yfirstjórn ríkisins á utanrikisverzluninni mcð hag almennings og
sjóltstæði þjóðarinnar tyrir augum.
Það stjórnleysi — undir yfirskyni „frelsis“ — sein nú er á utan-
ríkisverzlun landsins, miðar að tvennu: annars vegar að láta hag
verzlunarauðvaldsins sitja í fyrirrúmi fyrir hag og þörfurn útflutn-
ingsins, ]). e. sjávarútvegsins, — hins vegar að láta hagsmuni er-
lendra auðhringa, sem selja vilja vörur sínar hingað, sitja í fyrir-