Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 26
218
R E T T U R
undirtökum á íslenzku atvinnulífi og með tímanum drottinvakli yfir
auðlindum Islands og efnahag þjóðarinnar. Þar af myndi eigi aðeins
hljótast arðrán og kúgun íslenzkrar alþýðu, heldur myndi og sú
íslenzk atvinnurekendastétt, er leiddi slíka auðhringa iil hásœtis í
landi voru, verða troðin undir fótum og mulin mélinu smærra af
auðjöfrunum. Það yrðu laun hennar fyrir að láta borgaralega
hagfræði-glópalda tæla sig til þjóðernislegs glapræðis.
Hins vegar er t. d. fullvinnsla á síld, fiski, ull og kjöli og öðrum
íslenzkum afurðum verkefni, sem Islendingar sjálfir með skynsam-
legu samstarfi ráða við. Niðursuðu- og niðurlagningarverksmiðjur,
ullarverksmiðjur o. s. frv., eru ekki stærri fyrirtæki en svo að þau
geta verið í eigu Islendinga: einstaklinga, Idutafélaga, samvinnu-
félaga, bæjarfélaga, ríkisins. Og það má staðsetja slík atvinnufyrir-
tæki þannig að þau verði bæði efnahagslega og þjóðfélagslega séð
þjóðinni að mestu gagni. Viðráðanleiki þeirra er því trygging þess
að þau hjálpi lil að undirbyggja efnahagslegt sjálfstæði landsins.
Og það er engin smáræðis aukning á útflutningsverðmætum, sem
slík fyrirtæki geta skapað. Tökum sem dæmi Norðurlandssíldina.
1961 veitti hún í þjóðarbúið 5—600 milljónum króna. — Hugsum
okkur nú að farið væri að leggja niður í „gaffalbita“ í mjög stórum
stíl: Nú fæst fyrir eitt mál síldar (135 kg.) í bræðslu 145 kr., fyrir
eina 100 kg. tunnu í salt 220 kr., hvorttveggja fersksíld. En ef síld
er lögð í krydd eða meðhöndluð lil niðurlagningar í dósir, þá fæst
úr 100 kg. fersksíldar ca 50 kg. flök og úr því síðan 500 dósir, hver
100 gramma, sem í heildsölu selst á 9 kr. dósin, — eða 4500 kr.
fyrir efnið úr einni tunnu fullunnið. Væri hægt að finna markaði
fyrir 100.000 lunnur af þessu fínasta hráefni veraldar, þá væri það
verðmæti, er næmi 450 milljónum króna. — Og svo mætti tala um
allt, sem nota mætti Suðurlandssíldina í, — meðhöndlun fiskflaka
í fullunna vöru í verksmiðjum svipað Coldwater-verksmiðjunum í
Bandaríkjunum o. s. frv. En nú er svo fjarri að stefnt sé að svona
fullvinnslu að t. d. mörkuðum fyrir Suðurlandssíldina er stofnað í
hættu af því þeir eru í löndum sósíalismans, — og um leið og veiðin
vex er nú meiru kastað í hræðslu en áður og minna saltað og fryst
en fyrr.
Möguleikar Islands á matvælasviðinu eru stórkostlegir. Einmitt
matvæli verða i framtíðinni ein mest eftirspurða varan, þegar það
ástand hverfur, að nieiri hluli mannkynsins svelti. Hins vegar verð-
ar aluminium og aðrir málmar meir og meir framleiddir í sjálfkrafa