Réttur


Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 62

Réttur - 01.09.1962, Blaðsíða 62
254 R É T T U R lendudrottnun horfin af sjónarsviðinu, en nýjar aðferðir í nýlendu- málum fá æ stærra rúm. Brezka heimsveldið varð fyrst til þess að leggja undir sig flestar nýlendur heims, á sama hátt eru núverandi brezkir heimsvalds- sinnar braulryðjendur um nýjar aðferðir í nýlendudrottnun. (a) Aðferðir til áhrifa í nýjum ríkjum Hinar nýju aðferðir heimsvaldasinna í nýlendumálum stefna að því að halda sem mestum völdum og tækifærum til gróðasöfnunar eftir að þjóðfrelsisbaráttan hefur neytt þá til að veita nýlendunum sjálfstæði. Þeir beita öllum tiltækum ráðum til að hafa áhrif á eðli og stjórnarfar nýju ríkjanna. Bíði heimsvaldasinnar hernaðarlegan ósigur í átökum í nýlendunum, verður slík íhlutun óhugsandi. Brezkir heimsvaldasinnar eru nógu skynsamir til þess að sjá fyrir sigur sjálfstæðisharátlunnar og gera í tíma nauðsynlegar ráðstaf- anir. Þeir tryggja sér að stjórnarfarslegt sjálfstæði nýju ríkjanna komi til framkvæmda undir þeirra handleiðslu og eftir þeim leiðum sem þeir leggja. Skipting landa er sú aðferð sem brezkir heimsvaldasinnar nota oftast til að grafa undan sjálfstæði nýstofnaðs ríkis. Þeir beittu þessari aðferð þegar 1921 gegn Irum. Þegar þeir treystu sér ekki til að brjóta á bak aflur írska lýðveldisherinn, þá leituðu þeir til afsláttarmanna í forustu Ira (Collins) og gerðu samninga við þá um sjálfstæði Irlands, en því skyldi skipt í Norður- og Suður-írland. Þessi aðskilnaður á iðnaðarsvæðum og landbúnaðarhéruðum hefur síðan verið þrándur í gölu efnahagsþróunar beggja landshlutanna síðastliðin 40 ár, og heft þjóðfélagslegar og stjórnarfarslegar fram- farir. Irland er að nafni til óliáð samveldinu, en í raun og veru mjög háð því, arðsogið og fátækt land sem Bretar nýta til búfjár- ræktar og öflunar ódýrs vinnuafls. Norður-írland er sameinað Bretlandi. Þar stjórna sérstakir stjórnarfulltrúar. Kosningaúrslit eru fölsuð og atvinnuleysi er snöggt um meira en í Englandi. Dæmi um þessa aðferð eftir síðari heimsstyrjöldina er skipting Indverska keisaradæmisins í Indland og Pakistan, er Bretar misstu þar yfirráð 1947. Þar með voru skapaðar deilur milli þessara ríkja frá upphafi. Um tíma áttu herir Indlands og Pakistans í stríði meðan báðir voru undir brezkri herstjórn. Deilur milli þessara landa leiða af sér hernaðarútgjöld sem eru að sliga fjárhag þeirra og ryðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.