Réttur - 01.09.1962, Page 53
R E T T U R
245
Að vísu hafa Vestur-Þjóðverjar sem stendur nokkurt forskot í
framleiðslu gervi- og plastefna, en öll líkindi benda til þess að það
breytist einnig innan skamms. Til sönnunar þeirri staðhæfingu má
benda á 43. hagfræðiyfirlit vestur-þýzka hagfræðiritsins „Der Volks-
wirt“. Þar stendur á bls. 49: „Austur-Þýzkaland á mjög verulegan
þátt í heimsframleiðslu efnaiðnaðarins og er í hópi hinna þýðingar-
mestu framleiðenda á köfnunarefnissamböndum, gerviefnum, gervi-
gúmmí og iðnaðarefnum. I framleiðslu á kalsíumkarbíd eru þeir
jafnvel fremstir í heimi. Enda þótt sambandslýðveldið hafi þrisvar
sinnum fleiri íbúa en Austur-Þýzkaland er vestur-þýzki efnaiðnaður-
inn aðeins tvöfaldur á við þann austur-þýzka. Það þýðir að Austur-
Þýzkaland er þróaðra á sviði efnaiðnaðar en Vestur-Þýzkaland."
Þarna er viðurkennt að efnaiðnvæðingin liafi gengið ver í hönd-
um einokunarhringanna, þótt ekki væri minnzt einu orði á efnaiðn-
byltinguna í Austur-Þýzkalandi sem fer í hönd með framkvæmd
efnafræðiáætlunarinnar. A sama tíma má búast við samdrætti í
vestur-þýzka efnaiðnaðinum vegna óseljanlegra offramleiðslu-
birgða, sem safnazt hafa þar fyrir, t. d. af vefnaðarvöru.
Að vísu reyna eigendur IG Farben að sporna við þessari þróun
með aukinni hlutdeild í hervæðingunni og ná sér þannig í gervi-
markað þá kaupgetu almennings á neyzluvörum þrýtur. T. d. hafa
þeir byrjað framleiðslu á eiturgasi og bakteríubombum á nýjan
leik. Framleiðslu á sprengiefnum og eldsneyti fyrir eldflaugar hafa
þeir stóraukið. Enn fremur höfðu þeir nána samvinnu við franska
„Kuhhnannauðhringinn" við smíði og sprengingu Sahara-sprengj-
unnar.
I Vestur-Þýzkalandi hefur efnaiðnaðarauðvaldið þegar komizt
til sömu valda á sviði efnahags- og stjórnmála og fyrir stríð. Hand-
bendi þess sitja nú í mjög þýðingarmiklunr stöðum stjórnarinnar
þar og róa nú að því öllum árum að IG Farben fái að koma á stofn
eigin kjarnavopna framleiðslu á vestur-þýzkri grund.
1 Austur-Þýzkalandi er efnaiðnaðurinn í almenningseign og að-
eins nýttur til friðsamlegra nota. Hann þekkir ekki samdrátt eða
stöðnun. Aukin framleiðsla þar þýðir ekki kreppu og truflun jafn-
vægis milli framboðs og eflirspurnar, heldur aukna kaupgetu al-
mennings og þar með aukna eftirspurn en útrýmingu fátæktar.